Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 11:45 Guðmundur sætti gæsluvarðhaldi í tíu daga á Lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur. Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur.
Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00
Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52