Ákærður fyrir tvær hnífaárásir í Skeifunni á nýársnótt Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps sem átti sér stað innandyra í húsnæði í Skeifunni á nýársnótt 2022. Þá er hann ákærður fyrir aðra árás sama kvöld. Innlent 8. nóvember 2023 15:08
Stakk kærasta sinn í bakið með nefháraskærum Kona hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, með því að stinga kærasta sinn tvisvar eða þrisvar í bakið með skærum, sem ýmist er lýst sem nefhára- eða naglaskærum. Innlent 7. nóvember 2023 16:17
Gekk berserksgang á Litla-Hrauni: Grunaður um að hóta lífláti og öðru ógeðslegra Karlmaður hefur verið ákærður í tuttugu ákæruliðum fyrir ýmis brot, líkt og hótanir og ofbeldi í garð opinberra starfsmanna, brot í nánu sambandi, og eignaspjöll. Innlent 7. nóvember 2023 15:19
„Það er reyndar ekki ég sem er geðveik, það ert þú og það er umtalað í hestasamfélaginu“ Kona hefur verið sakfelld fyrir að slá nágrannakonu sína í hesthúsahverfi í Reykjavík tveimur höggum í andlitið. Með vísan til mikils sem gengið hafði á í samskiptum hesthúsaeigenda í hverfinu var konunni ekki gerð refsing fyrir líkamsárásina. Innlent 7. nóvember 2023 13:44
Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Innlent 7. nóvember 2023 08:41
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 6. nóvember 2023 13:55
Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. Innlent 6. nóvember 2023 11:44
Óvinnufær eftir átök á bráðamóttökunni: „Ég óttaðist um líf mitt“ Hjúkrunarfræðingur segir að stimpingar milli hennar og sjúklings á bráðamóttökunni í maí 2022 hafa haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Hún hafi ekki getað mætt til vinnu í það eina og hálfa ár sem er liðið frá þessu og það hafi haft mikil áhrif á líf hennar. Innlent 6. nóvember 2023 08:00
Meintar farsímanjósnir ástæðan fyrir hnífsárás Karlmaður var á föstudag sakfelldur í Héraðdómi Reykjaness fyrir líkamsárás í garð nágranna síns og fyrir að eyðileggja síma hans og stinga á dekk á bíl hans. Innlent 5. nóvember 2023 22:21
Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. Innlent 5. nóvember 2023 11:30
Skilorð fyrir að taka tvisvar um háls barnsmóður sinnar Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mána skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað árið 2019 og 2020. Innlent 4. nóvember 2023 20:13
Niðurlægjandi og meiðandi verknaður ekki bara líkamsárás heldur nauðgun Maður sem hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga fingri sínum í endaþarm annars manns hlaut þyngri dóm Í Landsrétti. Ástæðan er sú að Landsréttur telur brot mannsins ekki bara vera líkamsárás, heldur líka nauðgun. Innlent 4. nóvember 2023 15:22
Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. Innlent 4. nóvember 2023 09:52
Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. Innlent 3. nóvember 2023 18:25
Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. Innlent 3. nóvember 2023 15:19
Íslenska ríkið sýknað og kröfu Björns vísað frá dómi Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið og snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins. Kröfu Björns um miskabætur vegna uppsagnar hans árið 2021 hefur því verið vísað frá. Innlent 3. nóvember 2023 14:25
Verslunarstjóri dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrverandi verslunarstjóri verslunar Krónunnar í Nóatúni hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa dregið sér samtal tæpa milljón króna frá versluninni. Innlent 3. nóvember 2023 13:56
Bændahjón óttaslegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“ Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021. Innlent 3. nóvember 2023 07:01
Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Innlent 2. nóvember 2023 17:19
Með tvo lítra af amfetamínbasa í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt tvö kíló af amfetamínbasa til landsins með flugi. Innlent 2. nóvember 2023 15:04
Þórdís Kolbrún þarf að útskýra laun 200 forstöðumanna ríkisins Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, vann mál gegn ríkinu; Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármála- og efnahagsráðherra þarf að útskýra skriflega hvernig launakjör Elfu Ýrar og annarra forstöðumanna eru ákvörðuð. Innlent 2. nóvember 2023 12:03
Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Innlent 2. nóvember 2023 08:00
Burðardýr dæmt fyrir kókaíninnflutning Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlenda konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt um 900 grömm af kókaíni til landsins með flugi. Konan var ekki eigandi efnanna og hafði samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Innlent 2. nóvember 2023 07:42
„Þarna sátum við Pétur eins og útspýtt hundskinn að reyna að verja okkur“ Það er eins og spennusaga að heyra um baráttu Nox Medical við það að verja einkaleyfið sitt. Þar sem stóri aðilinn ætlaði sér einfaldlega að drepa þann litla. Atvinnulíf 2. nóvember 2023 07:00
Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. Innlent 1. nóvember 2023 18:50
Borgin hætti við að láta reyna á blöðruboltamál fyrir Hæstarétti Borgarlögmaður féll frá áfrýjun í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara, sem slasaðist í hópefli starfsmanna, daginn áður en málflutningur átti að vera fyrir Hæstarétti. Lögmaður kennarans segir ákvörðun borgarlögmanns hafa komið sér mjög á óvart. Innlent 1. nóvember 2023 16:58
Fasteignasali vildi fleiri milljónir en fékk 315 þúsund krónur Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið sýknað að mestu leyti af kröfum fasteignasala vegna vinnu við sölu á Laugum í Sælingsdal, sem byggðarráð þess hætti við árið 2017. Fasteignasalinn krafðist sjö milljóna króna en honum voru dæmdar 315 þúsund krónur. Viðskipti innlent 31. október 2023 19:48
Kona dæmd til að selja íbúðina vegna umgangs úr undirheimum Héraðsdómur Reykjaness hefur gert konu að flytja af heimili sínu og taka með sér allt sem henni tilheyrir og selja eignarhluti sína í umræddu húsi. Innlent 31. október 2023 17:06
Fór ránshendi um íþróttahús og flúði á stolnum bíl Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot framin sama daginn í október í fyrra. Innlent 30. október 2023 14:40
Lyklamaðurinn á Akureyri dæmdur fyrir rúðubrot á Kaffi Lyst Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa annars vegar rispað bíl og hins vegar brotið tvær rúður á veitingahúsinu Kaffi Lyst Akureyri í byrjun sumars. Um er að ræða hegningarauka, en maðurinn hlaut 45 daga dóm í sumar fyrir að vinna skemmdarverk á bílum i júlí síðastliðnum. Innlent 30. október 2023 14:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent