Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 11:36 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli, reynt að stinga hana í kviðinn og reynt að kyrkja hana með járnkarlinum í október á síðasta ári. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Í greinargerðinni er ítarlegum áverkum konunnar lýst ítarlega. Þar kemur meðal annars fram að útlit áverkanna samræmist lýsingum konunnar um að hann hafi reynt að kyrkja hana með teininum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi. Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 9. desember 2024 22:36 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Í greinargerð saksóknara segir að maðurinn sé sterklega grunaður um að ráðast á konuna með járnkarli, reynt að stinga hana í kviðinn og reynt að kyrkja hana með járnkarlinum í október á síðasta ári. Haft er eftir vitni að maðurinn hafi farið af vettvangi og það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu. Hún hafi sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Þá hafi hann sagt að málið væri alvarlegt. Í greinargerðinni er ítarlegum áverkum konunnar lýst ítarlega. Þar kemur meðal annars fram að útlit áverkanna samræmist lýsingum konunnar um að hann hafi reynt að kyrkja hana með teininum. Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá tveimur árásum af hálfu mannsins. Sú fyrri mun hafa átt sér stað þann 13. október síðastliðinn og í kjölfarið hafi verið óskað eftir nálgunarbann á hendur manninum, en því hafnað. Þremur dögum seinna hafi hann ráðist á hana með járnkarlinum. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í febrúar. Hann fór fram á að þeim úrskurði yrði breytt þannig að hann yrði frekar vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms um að hann skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem fram hafði komið að fylgst væri með heilsufari hans af heilbrigðisstarfsfólki á meðan hann sætti varðhaldi.
Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 9. desember 2024 22:36 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 9. desember 2024 22:36