Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 15:18 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Í fréttatilkynningu segir að ástæða áfrýjunarinnar sé einföld, fyrirtækið telji dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hefði verið risastór pólitísk ákvörðun Hefði það verið ætlun löggjafans að lög um stjórn vatnamála skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum á Íslandi sem og öllum öðrum stærri framkvæmdum, svo sem brúargerð, flóðvarnargörðum, dýpkun hafna og fleira, sem kunni að hafa áhrif á vatnshlot, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma. Hvergi sjáist merki þess í skjölum eða umræðum á Alþingi á þeim tíma að löggjafinn hafi haft hug á að umbylta málum með þeim hætti. Í dóminum kemst héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að af breytingum sem urðu á frumvarpi að lögum um stjórn vatnamála væri ljóst að það hefði ekki verið vilji löggjafans að heimild væri í lögunum til þess að veita undanþágu frá banni við breytingum á vatnshloti vegna framkvæmda. Tína til þrennt Í fréttatilkynningu segir að þvert á móti sé þrennt alveg ljóst þegar ferill málsins á Alþingi er skoðaður. Í fyrsta lagi hafi tilgangur löggjafarinnar hafi verið að innleiða vatnatilskipun Evrópusambandsins án nokkurra efnislegra breytinga. „Um breytingartillögur nefndarinnar kemur eftirfarandi t.a.m. fram í ræðu Marðar Árnasonar, þáverandi þingmanns Samfylkingar og framsögumanns umhverfisnefndar: „Að auki leggur nefndin til ýmsar efnisbreytingar sem ekki er fjallað um hér, minni háttar, og þar að auki ýmsar lagatæknilegar breytingar og málfarsbreytingar sem þörf er á við spánnýja löggjöf.““ Í öðru lagi sé tilgangur laga um stjórn vatnamála ekki að koma í veg fyrir allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatnshlot. „Úr ræðu Birgis Ármannssonar, þáverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni, um málið: „...um það hafa ekki verið hörð pólitísk átök. Fremur hefur verið deilt um orðalag og slíka þætti sem ekki varða neina meginstefnu.““ Í þriðja lagi bendi ekkert til þess að löggjafinn hafi vísvitandi ætlað að þrengja þrengja enn frekar skilyrði fyrir vatnsaflsvirkjunum en vatnatilskipunin mælir fyrir um. 1. júlí árið 2015 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun sem færði Hvammsvirkjun úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Slík ályktun hefði tæplega náð fram að ganga ef löggjafinn ætlaði að haga stjórn vatnamála á þann veg að koma beinlínis í veg fyrir að virkjunin yrði að veruleika.“ Erfitt að leggja mat á kostnað vegna tafa Loks segir í tilkynningu að undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun séu þegar hafnar, svo sem veglagning og undirbúningur vinnubúða, og stór útboð séu áætluð á næstu mánuðum. Erfitt sé að leggja mat á þann kostnað sem muni hljótast af seinkun verkefnisins, hann fari að einhverju leyti eftir því hversu löng töfin verður. „Það er dýrt að undirbúa vatnsaflsvirkjun og þegar þarf endurtekið að fresta útboðum og vinna gögn upp á nýtt er kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp og hætta á að tiltrú bjóðenda tapist. Nýjustu áætlanir gerðu ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði gangsett síðla árs 2029 en nú má gera ráð fyrir því að það verði ekki fyrr en á næsta áratug.“ Landsvirkjun styðji áætlun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að draga úr skaðanum með lagasetningu. Tafirnar undanfarin ár byggi meðal annars á töfum á afgreiðslu rammaáætlunar, kærumálum tengdum umhverfismati, annmörkum á málsmeðferð stofnana og nú því nýjasta, dómi héraðsdóms um meintan vilja Alþingis við afgreiðslu frumvarps, sem Landsvirkjun telji ekki eiga við nein rök að styðjast. „Þær hafa því lítið sem ekkert með virkjunina sjálfa að gera eða hvernig Landsvirkjun hefur staðið að undirbúningi hennar enda er Hvammsvirkjun líklega það verkefni sem mest hefur verið rannsakað á Íslandi. Við teljum fullvíst að virkjunin muni rísa, en með meiri kostnaði en annars hefði verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Dómsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að ástæða áfrýjunarinnar sé einföld, fyrirtækið telji dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hefði verið risastór pólitísk ákvörðun Hefði það verið ætlun löggjafans að lög um stjórn vatnamála skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum á Íslandi sem og öllum öðrum stærri framkvæmdum, svo sem brúargerð, flóðvarnargörðum, dýpkun hafna og fleira, sem kunni að hafa áhrif á vatnshlot, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma. Hvergi sjáist merki þess í skjölum eða umræðum á Alþingi á þeim tíma að löggjafinn hafi haft hug á að umbylta málum með þeim hætti. Í dóminum kemst héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að af breytingum sem urðu á frumvarpi að lögum um stjórn vatnamála væri ljóst að það hefði ekki verið vilji löggjafans að heimild væri í lögunum til þess að veita undanþágu frá banni við breytingum á vatnshloti vegna framkvæmda. Tína til þrennt Í fréttatilkynningu segir að þvert á móti sé þrennt alveg ljóst þegar ferill málsins á Alþingi er skoðaður. Í fyrsta lagi hafi tilgangur löggjafarinnar hafi verið að innleiða vatnatilskipun Evrópusambandsins án nokkurra efnislegra breytinga. „Um breytingartillögur nefndarinnar kemur eftirfarandi t.a.m. fram í ræðu Marðar Árnasonar, þáverandi þingmanns Samfylkingar og framsögumanns umhverfisnefndar: „Að auki leggur nefndin til ýmsar efnisbreytingar sem ekki er fjallað um hér, minni háttar, og þar að auki ýmsar lagatæknilegar breytingar og málfarsbreytingar sem þörf er á við spánnýja löggjöf.““ Í öðru lagi sé tilgangur laga um stjórn vatnamála ekki að koma í veg fyrir allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatnshlot. „Úr ræðu Birgis Ármannssonar, þáverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni, um málið: „...um það hafa ekki verið hörð pólitísk átök. Fremur hefur verið deilt um orðalag og slíka þætti sem ekki varða neina meginstefnu.““ Í þriðja lagi bendi ekkert til þess að löggjafinn hafi vísvitandi ætlað að þrengja þrengja enn frekar skilyrði fyrir vatnsaflsvirkjunum en vatnatilskipunin mælir fyrir um. 1. júlí árið 2015 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun sem færði Hvammsvirkjun úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Slík ályktun hefði tæplega náð fram að ganga ef löggjafinn ætlaði að haga stjórn vatnamála á þann veg að koma beinlínis í veg fyrir að virkjunin yrði að veruleika.“ Erfitt að leggja mat á kostnað vegna tafa Loks segir í tilkynningu að undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun séu þegar hafnar, svo sem veglagning og undirbúningur vinnubúða, og stór útboð séu áætluð á næstu mánuðum. Erfitt sé að leggja mat á þann kostnað sem muni hljótast af seinkun verkefnisins, hann fari að einhverju leyti eftir því hversu löng töfin verður. „Það er dýrt að undirbúa vatnsaflsvirkjun og þegar þarf endurtekið að fresta útboðum og vinna gögn upp á nýtt er kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp og hætta á að tiltrú bjóðenda tapist. Nýjustu áætlanir gerðu ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði gangsett síðla árs 2029 en nú má gera ráð fyrir því að það verði ekki fyrr en á næsta áratug.“ Landsvirkjun styðji áætlun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að draga úr skaðanum með lagasetningu. Tafirnar undanfarin ár byggi meðal annars á töfum á afgreiðslu rammaáætlunar, kærumálum tengdum umhverfismati, annmörkum á málsmeðferð stofnana og nú því nýjasta, dómi héraðsdóms um meintan vilja Alþingis við afgreiðslu frumvarps, sem Landsvirkjun telji ekki eiga við nein rök að styðjast. „Þær hafa því lítið sem ekkert með virkjunina sjálfa að gera eða hvernig Landsvirkjun hefur staðið að undirbúningi hennar enda er Hvammsvirkjun líklega það verkefni sem mest hefur verið rannsakað á Íslandi. Við teljum fullvíst að virkjunin muni rísa, en með meiri kostnaði en annars hefði verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Dómsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira