Toyota á Íslandi lætur kolefnisjafna alla nýja Hybrid-bíla Toyota á Íslandi og Kolviður hafa gert með sér samning þess efnis að allir nýir Hybrid-bílar frá Toyota og Lexus, seldir eftir 1. Janúar 2019 verði kolefnisjafnaðir. Viðskipti innlent 25. júní 2019 22:21
Fá rafmagnið úr bæjarlæknum Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð. Innlent 23. júní 2019 20:06
Binni Löve skíthræddur með Benna á Opel Ampera-e Binni Löve, samfélagsmiðlastjarna, mætti á Kvartmílubrautina með Benedikt Eyjólfssyni, Benna í Bílabúð Benna, til að prufa 100% rafmagnsbílinn Opel Ampera-e. Benni leyfði Binna að finna hversu öflugur bíllinn er. Lífið kynningar 14. júní 2019 17:45
Háværir ökufantar gera íbúum Akureyrar lífið leitt Þorvaldur Bjarni er búinn að fá nóg af hávaða tengdum Bíladögum. Innlent 14. júní 2019 10:43
Segir tollaramma blendingsbíla of þröngan: Hækkar um milljón í verði vegna eins gramms Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viðskipti innlent 10. júní 2019 21:00
Hættu við risasamruna Fiat Chrysler og Renault Stjórnendur Fiat Chrysler kenna franskri pólítík um að viðræður um samrunann hafi farið út um þúfur. Viðskipti erlent 6. júní 2019 07:49
Samgöngustofa útskýrir hvers vegna Procar var ekki svipt leyfi Stofnunin óskaði eftir upplýsingum og gögnum frá öllum ökutækjaleigum með starfsleyfi en þær eru alls 127 talsins. Innlent 5. júní 2019 17:46
Segir niðurstöðu í máli Procar sýna að í lagi sé að svindla á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að niðurstaða Samgöngustofu í máli bílaleigunnar Procar þess efnis að hún haldi starfsleyfi sínu feli í sér skýr skilaboð um að í lagi sé að svindla á Íslandi. Viðskipti innlent 5. júní 2019 10:14
Stórátak í loftslagsmálum: Viðskiptavinum býðst að kolefnisjafna eldsneytiskaup Einu stærsta átaki sem ráðist hefur verið í til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda hér á landi verður ýtt úr vör í dag að sögn stjórnarformanns Votlendissjóðs. Innlent 30. maí 2019 12:00
Tólf starfsmönnum sagt upp hjá Heklu Bílaumboðið Hekla sagði í dag upp tólf starfsmönnum. Uppsagnirnar eru þvert á deildir í fyrirtækinu en Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að ástæða uppsagnanna sé samdráttur í bílasölu síðustu misseri. Viðskipti innlent 29. maí 2019 15:41
Velta Toyota dróst saman um meira en tvo milljarða Velta TK bíla ehf., sem sér um sölu á Toyota-bílum og tengdum vörum og þjónustu á Íslandi, nam um 14,4 milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar nam veltan 16,8 milljörðum á árinu 2017 og var samdrátturinn því 14 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 29. maí 2019 05:00
Nýliðinn Skúli Kristjánsson heimsmeistari í torfæru Norðurlandamótið í torfæru fór fram um helgina í Noregi en mótið jafngildir heimsmeistaramóti. Skúli Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari eftir tveggja daga keppni. Sport 27. maí 2019 15:00
Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims. Viðskipti erlent 27. maí 2019 07:40
Reyna að halda stærsta bílastæðahúsinu opnu sem lengst Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Innlent 23. maí 2019 13:49
Vara við því að fólk hlaði rafbíla í heimilistenglum að staðaldri Venjulegir heimilistenglar eru ekki gerðir fyrir svo mikla og langa notkun og þá sem þarf til að hlaða rafknúnar bifreiðar. Innlent 21. maí 2019 13:00
Góð endurkoma Camry Toyota Camry hefur snúið aftur eftir 15 ára fjarveru og leysir af Avensis sem Toyota hættir að framleiða. Bílar 16. maí 2019 08:15
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Viðskipti innlent 10. maí 2019 22:35
Stilliró ónóg í Polo Hekla hefur innkallað nýlegar Volkswagen Polo-bifreiðar vegna galla í handbremsu. Viðskipti innlent 7. maí 2019 14:00
Svekkt með sekt án tillits til áralangrar hefðar íbúa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Innlent 6. maí 2019 14:16
Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. Erlent 26. apríl 2019 13:17
VÍS hættir útleigu á barnabílstólum Tryggingafélagið VÍS ætlar að hætta útleigu á barnabílstólum en félagið hefur boðið viðskiptavinum sínum bílastóla til útleigu fyrir börnin sín undanfarin 25 ár. Innlent 24. apríl 2019 14:56
Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Viðskipti innlent 23. apríl 2019 15:25
Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Viðskipti innlent 23. apríl 2019 14:38
Myndband af Teslu 3 sýnir sjálfkeyrandi bíl í umferðinni Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent frá sér kynningarmyndband fyrir Teslu 3 sem mun greinilega hafa þá eiginleika að vera sjálfkeyrandi. Lífið 23. apríl 2019 13:30
Tesla rannsakar sprengingu í Model S Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent rannsóknarteymi til Sjanghæ í Kína til þess að rannsaka ástæður þess að sprenging varð í kyrrstæðum bíl af gerð Model S í bílastæðahúsi á dögunum. Viðskipti erlent 22. apríl 2019 17:11
Allt að 160 prósent verðmunur á dekkjaskiptum Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun. Viðskipti innlent 12. apríl 2019 13:54
Innkalla nýlega Mercedes Benz X-Class Bílaumboðið Askja hefur innkallað fimmtán Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerðum 2017 og 2018. Viðskipti innlent 12. apríl 2019 10:56
Slökktu í logandi bíl með bílaeldvarnarteppi Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar, Innlent 9. apríl 2019 20:00
Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover "Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár. Lífið 9. apríl 2019 13:30
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. Viðskipti erlent 3. apríl 2019 13:58