Euro NCAP aldrei prófað fleiri bíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. janúar 2020 07:00 Skoda Octavia fékk fimm stjörnur hjá Euro NCAP á síðasta ári. Vísir/Euro NCAP Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign evrópsku bifreiðaeigendafélaganna hefur greint frá því að árið 2019 hafi verið umfangsmesta ár sitt frá upphafi. Alls gengust 55 bílar undir próf samtakanna, bílarnir voru frá 26 framleiðendum. Samkvæmt frétt á vef FÍB (Félags íslenskra bifreiðaeigenda) voru því 92% seldra bíla með vottun frá Euro NCAP. En 75% prófaðra bíla fengu fimm stjörnur af fimm mögulegum.Myndbandið hér að neðan er af Tesla Model 3 í prófunum hjá Euro NCAP. Model 3 var metinn öruggasti stóri fólksbíllinn í flokki tvinn- og rafbíla. Til að fá fimm störnur þurfa bílar a ðvera með nýjustu árekstrarvörn sem viðurkennd er af samtökunum, sjálfvirka neyðarhemlun (AEB bremsur). Slíkur búnaður var til staðar í 90% bílanna. Þá voru 85% prófaðra bíla með sjálfvirka hemla sem draga verulega úr líkum á að ekið verði á gangandi vegfarenda. Árið 2018 voru fyrst gerðar kröfur um að bílar byggju yfir skynjurum til að greina hjólreiðafólk. Áið 2019 voru 80% prófaðra bíla með þann skynjara. Bílar eru því orðnir öruggari en nokkru sinni fyrr. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að auka öryggi viðkvæmra vegfarenda, það er þeirra sem eru ekki umluktir bifreið á ferðum sínum. Bílar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign evrópsku bifreiðaeigendafélaganna hefur greint frá því að árið 2019 hafi verið umfangsmesta ár sitt frá upphafi. Alls gengust 55 bílar undir próf samtakanna, bílarnir voru frá 26 framleiðendum. Samkvæmt frétt á vef FÍB (Félags íslenskra bifreiðaeigenda) voru því 92% seldra bíla með vottun frá Euro NCAP. En 75% prófaðra bíla fengu fimm stjörnur af fimm mögulegum.Myndbandið hér að neðan er af Tesla Model 3 í prófunum hjá Euro NCAP. Model 3 var metinn öruggasti stóri fólksbíllinn í flokki tvinn- og rafbíla. Til að fá fimm störnur þurfa bílar a ðvera með nýjustu árekstrarvörn sem viðurkennd er af samtökunum, sjálfvirka neyðarhemlun (AEB bremsur). Slíkur búnaður var til staðar í 90% bílanna. Þá voru 85% prófaðra bíla með sjálfvirka hemla sem draga verulega úr líkum á að ekið verði á gangandi vegfarenda. Árið 2018 voru fyrst gerðar kröfur um að bílar byggju yfir skynjurum til að greina hjólreiðafólk. Áið 2019 voru 80% prófaðra bíla með þann skynjara. Bílar eru því orðnir öruggari en nokkru sinni fyrr. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að auka öryggi viðkvæmra vegfarenda, það er þeirra sem eru ekki umluktir bifreið á ferðum sínum.
Bílar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent