Fisker Ocean mun hafa feiknamikið afl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. janúar 2020 07:00 Fisker Ocean. Vísir/Fisker Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker. Bílar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker.
Bílar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent