Hefur ekki áhyggjur af 35 prósenta samdrætti í bílasölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 13:30 Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira