Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Góð ráð til að þrífa flugur af bílum

Nú þegar verslunarmannahelgin er liðin þá er gott að huga að því hvernig bíllinn er að koma undan helginni. Eru líkamsleifar flugna það eina sem sést þegar bíllinn er skoðaður. Myndin hér að ofan er af bíl blaðamanns eftir að hafa ekið um Mývatnssveit um helgina.

Bílar
Fréttamynd

Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum

Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km

Nýr Mercedes-Benz S-Class í tengiltvinnútfærslu er nú kominn í sölu í Evrópu sem og á Íslandi. Nýr S-Class 580 e er með allt að 113km drægni á rafmagninu eingöngu samkvæmt WLTP staðli og hefur drægnin aukist um rúmlega helming miðað við eldri útfærslu bílsins. Þá býður bíllinn upp á 11kW hleðslugetu með hefðbundinni og 60 kW hraðhleðslugetu sem er það mesta meðal tengiltvinnbíla.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz færir sig alfarið yfir í rafbíla

Þýski lúxusbílaframleiðandinn Daimler stefnir að því að framleiða eingöngu rafknúnar Mercedes-Benz bifreiðar í lok áratugarins. Framleiðandinn hyggst því hætta alfarið þróun bensín- og dísilbíla og þar með færa sig úr áðurkynntri “Electric First” stefnu yfir í “Electric Only”.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Rafbíllinn Rivian í grjótklifri

Stofnandi og framkvæmdastjóri Rivian RJ Scaringe er búinn að vera að byggja upp spennu fyrir kynningu á R1S. Scaringe deildi nýlega myndbandi á Twitter sem sýnir R1S í klettaklifri í Moab, Utah.

Bílar
Fréttamynd

Kia með flesta selda tengiltvinnbíla á árinu

Sala á tengiltvinnbílum (Plug-in Hybrid) þ.e. bílum með rafmótor og bensínvél hefur verið góð á fyrstu sex mánuðum ársins. Alls hafa 1.675 tengiltvinnbílar hér á landi selst það sem af er ári en á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 voru þeir aðeins 967 talsins. Tengiltvinnbílar þykja gott fyrsta milliskref fyrir þá sem vilja skipta yfir í rafbíl og keyra mikið langkeyrslu inn á milli og finnst þægilegt að geta skipt yfir í bensín- eða díselvélina þegar rafmagnið minnkar.

Bílar
Fréttamynd

70 prósent hleðslustöðva í Evrópusambandinu eru í þremur löndum

Flestar hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru innan Hollands, Frakklands og Þýskalands, eða um 70%. Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á að minnka umferð brunahreyfilsbíla, sérstaklega í borgum, virðist samkvæmt nýrri skýrslu um hleðslustöðvar, vanta talsvert upp á innviði.

Bílar
Fréttamynd

Peugeot e-208 sigraði keppni í nákvæmnisakstri annað árið í röð

Rafbíllinn Peugeot e-208 sigraði í nákvæmnisakstri (Regularity Rally) en dagana 9-10. júlí fór fram Ísorka eRally Iceland 2021. Það voru Didier Malaga og Valérie Bonnel sem tryggðu sér fyrsta sætið í nákvæmnisakstri á Peugeot e-208 frá Brimborg. Didier og Valérie urðu heimsmeistarar árið 2018, í fyrsta mótinu hér á landi, og í öðru sæti árið 2019. Í öðru sæti í nákvæmnisakstri í ár voru Gunnlaugur og Patrekur á VW ID4 og í því þriðja Hákon og Hinrik á Tesla Model 3.

Bílar
Fréttamynd

Stefnubreyting hjá Volkswagen Group

Volkswagen kynnti á dögunum nýja stefnu fyrir Volkswagen samsteypuna. Volkswagen skilgreinir sig nú sem hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á vörumerkin sín og tækni grundvöll sem með samlegðaráhrifum eflir og opnar nýjar leiðir í átt að nýjum tekjustraumum.

Bílar
Fréttamynd

Stórlaxinn fyrrverandi lýsir dramatískum flótta frá Japan

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur nú stigið fram og lýst því í smáatriðum hvernig honum tókst að flýja undan yfirvöldum í Japan. Hann faldi sig meðal annars í hljóðfærakassa til að komast undan eftirliti á flugvelli þar sem einkaþota beið hans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ljónheppinn að fá bílaleigubíl

Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna.

Innlent
Fréttamynd

Tesla Model Y - fyrstu bílar í september

Hönnunarumhverfið fyrir Tesla Model Y er nú aðgengilegt á íslenska vefsvæði Tesla. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Verðið er frá 8.069.170kr.

Bílar
Fréttamynd

Öryggi og notkun raf­bíla

Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands.

Skoðun
Fréttamynd

Nýskráningar ökutækja aukast um 69% á milli ára

Alls voru nýskráð 2203 ný ökutæki í júní sem er aukning um tæp 260 ökutæki á milli mánaða, í maí voru 1947 ökutæki nýskráð. En á milli ára er aukningin nærri því 900 bílar, eða 69% aukning. Flestar nýskráningar bifreiða voru af Toyota gerð í júní.

Bílar
Fréttamynd

Uppgjör rafborgarbílanna

Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafborgarbílana Renault Zoe og Volkswagen e-Up!. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hvor sé betri.

Bílar
Fréttamynd

Júní stærsti mánuður Peugeot á Íslandi

Júní mánuður var sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi með 80 selda bíla. Rafmagns- og tengiltvinntækni (PHEV) Peugeot leikur þar einnig lykilhlutverk ásamt nýjum fjórhjóladrifnum PHEV bíl.

Bílar
Fréttamynd

Tesla opnar tvær nýjar ofurhleðslustöðvar

Tesla mun opna tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á Íslandi. Báðar stöðvar munu vera búnar V3 ofurhleðslutækninni sem getur náð allt að 250kW. Stöðvarnar eru á Kirkjubæjarklaustri og við sölustað Tesla við Vatnagarða í Reykjavík.

Bílar
Fréttamynd

„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“

Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum.

Innlent
Fréttamynd

Scania með bestu eldsneytisskilvirknina

Fjögur ár í röð hefur Scania unnið hin virtu „Green Truck“ verðlaun. Nú staðfesta tölur frá framkvæmdastjórn ESB að Scania stendur sig best meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen e-Up - Ekki snobbað fyrir einhverjum óþarfa

Volkwagen e-Up er fimm dyra fjögurra manna rafborgarbíll sem er alveg eins og hefðbundinn Up, nema rafdrifinn. Það er meira að segja raunverulegur lykill sem þarf að snúa í einhverskonar sviss til að „setja í gang“ eða virkja bílinn. Hann er hressilega einfaldur og aðgengilegur.

Bílar