Meðalframleiðslukostnaður á Tesla bifreið er 4,66 milljónir króna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. janúar 2022 07:01 Verksmiðjur Tesla eru að miklu leyti keyrðar af þjörkum (e.robots). Ársskýrsla Tesla fyrir árið 2021 greinir frá því að fyrirtækið hafi náð hæstu framlegð allra fjöldaframleiðanda bifreiða í heiminum á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Efasemdaraddir hafa heyrst lengi um að Tesla geti aldrei orðið arðbær framleiðandi. Rafbílar séu óhagkvæmir í framleiðslu og rafhlöður of dýrar. Ein af helstu ástæðum þess að aðrir stórir framleiðendur hreyfa sig hægt á rafbílamarkaði er kostnaðurinn við framleiðsluna. Tesla hefur haldið trú við að uppgötvanir í framleiðslu ásamt verksmiðjuvænni hönnun á bílum og verksmiðjum sem virka sem bílaverksmiðjur séu leiðin til að gera rafbíla arðbæra söluvöru. Sjá má framlegð ýmissa framleiðenda í eftirfarandi töflu sem er tekin úr ársskýrslu Tesla. Framlegð ýmissa framleiðenda. Þá segir einnig að meðalkostnaður vegna selds eintaks sé um 36.000 dollarar eða um 4,66 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki meðtalin yfirbygging, það er stjórnendur, markaðssetning og sala. Þess ber þó að geta að auglýsingakostnaður Tesla er ekki neitt í líkingu við aðra framleiðendur. Miðað við að ódýrasta Tesla bifreiðin sem fáanleg er á Íslandi er Model 3 og kostar 5.837.335 kr. með virðisaukaskatti, þá verður að telja 4,66 milljónir nokkuð góðan meðalframleiðslukostnað. Mikið seldist af Model Y í fyrra og sá bíll kostar frá 7,904.579 kr. Það er því ljóst að framlegðin hækkar hratt. Þá má ekki gleyma Model S og Model X sem eru dýrari gerðir en ekki er uppgefið verð fyrir þær gerðir á íslensku vefsvæði Tesla. Þeir kosta frá 95.000 dollurum, sem eru um 12,3 milljónir króna. Tesla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent
Efasemdaraddir hafa heyrst lengi um að Tesla geti aldrei orðið arðbær framleiðandi. Rafbílar séu óhagkvæmir í framleiðslu og rafhlöður of dýrar. Ein af helstu ástæðum þess að aðrir stórir framleiðendur hreyfa sig hægt á rafbílamarkaði er kostnaðurinn við framleiðsluna. Tesla hefur haldið trú við að uppgötvanir í framleiðslu ásamt verksmiðjuvænni hönnun á bílum og verksmiðjum sem virka sem bílaverksmiðjur séu leiðin til að gera rafbíla arðbæra söluvöru. Sjá má framlegð ýmissa framleiðenda í eftirfarandi töflu sem er tekin úr ársskýrslu Tesla. Framlegð ýmissa framleiðenda. Þá segir einnig að meðalkostnaður vegna selds eintaks sé um 36.000 dollarar eða um 4,66 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki meðtalin yfirbygging, það er stjórnendur, markaðssetning og sala. Þess ber þó að geta að auglýsingakostnaður Tesla er ekki neitt í líkingu við aðra framleiðendur. Miðað við að ódýrasta Tesla bifreiðin sem fáanleg er á Íslandi er Model 3 og kostar 5.837.335 kr. með virðisaukaskatti, þá verður að telja 4,66 milljónir nokkuð góðan meðalframleiðslukostnað. Mikið seldist af Model Y í fyrra og sá bíll kostar frá 7,904.579 kr. Það er því ljóst að framlegðin hækkar hratt. Þá má ekki gleyma Model S og Model X sem eru dýrari gerðir en ekki er uppgefið verð fyrir þær gerðir á íslensku vefsvæði Tesla. Þeir kosta frá 95.000 dollurum, sem eru um 12,3 milljónir króna.
Tesla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent