
Agla María: Náðum að auka tempóið í seinni hálfleik
Agla María Albersdóttir skoraði tvö marka Blika þegar liðið lagði Aftureldingu að velli með þremur mörkum gegn engu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld.
Agla María Albersdóttir skoraði tvö marka Blika þegar liðið lagði Aftureldingu að velli með þremur mörkum gegn engu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld.
Breiðablik fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þegar liðið atti kappi við Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í rigningarsudda á Kópavogsvelli í kvöld.
KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Þór/KA fór langt með að halda sér í deildinni með 1-3 sigri á Keflavík. Leikurinn fór rólega af stað en um leið og Þór/KA komst á bragðið fór boltinn að rúlla sem skilaði þremur mörkum. Keflavík minnkaði muninn í 1-3 en nær komust Keflvíkingar ekki og Þór/KA fékk mikilvæg þrjú stig í pokann
Þór/KA vann Keflavík nokkuð sannfærandi 1-3 og tók risaskref í átt að áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var í skýjunum eftir leik.
Valskonur gátu komið í það minnsta níu og hálfum fingri á Íslandsmeistarartitilinn með sigri gegn ÍBV í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn endaði með sannfærandi 0-3 sigri þeirra rauðklæddu.
Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag.
Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Frá þessu greindi hún á Instagram-síðu sinni í kvöld.
Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum.
Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni.
„Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik, hann var fremur kaflaskiptur og opinn,“ sagði Perry John James Mclachan þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli við ÍBV á Akureyri í kvöld.
Þór/KA og ÍBV gerðu jafntefli í sex marka leik í lokaleik 15. umferðar Bestu-deildar kvenna í fótbolta.
„Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld.
Valskonur eru skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í sannkölluðum stórleik 15. umferðar Bestu-deildarinnar. Valskonur eru því enn með sex stiga forskot á toppnum þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af mótinu.
Það var sannkallaður botnslagur í 15. umferð Bestu-deildar kvenna þegar Afturelding tók á móti KR í kvöld. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri þar sem þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós. Lokatölur 2-1 fyrir Aftureldingu.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, fer ekki í grafgötur með það að Íslandsmótið sé undir þegar hans konur mæta Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Valur fer langt með að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, var afar svekkt að hafa tapað á heimavelli gegn Keflavík. Hún telur að heppnin ein hafi ráðið því að Keflavík sótti stigin þrjú.
Keflavík vann sterkan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti.
Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hálf svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfyssingum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag.
Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur.
Kvennalið KR í fótbolta hefur þurft að ganga í gegnum ansi margar áskoranir á yfirstandandi leiktíð í Bestu deild kvenna.
Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR.
ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta. Jafnteflið þýðir að Valskonur, sem unnu stórsigur á KR, eru nú komnar með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar.
Í nýjasta upphitunarþætti Bestu markanna fór Helena Ólafsdóttir yfir víðan völl með Mist Edvardsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur sem farið hafa á kostum með Val í Bestu deildinni í fótbolta í sumar.
Fjórða viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.
Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum settu stórt spurningamerki við það að Elín Metta Jensen skyldi fá sæti í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á HM í fyrsta sinn.
Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks, tók handahófskennda ákvörðun að koma til Íslands að spila fótbolta árið 2014. Ákvörðun sem hún segir hafa breytt lífi sínu til hins betra.
Fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hófst á þessum degi fyrir sléttum 50 árum, þann 26. ágúst 1972. Breiðablik og Fram komu fyrsta mótinu af stað.