„Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt“ Kári Mímisson skrifar 3. ágúst 2023 22:44 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í fyrr í sumar Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum svekktur með tapið gegn Val í kvöld á Hlíðarenda. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og sagði Nik að það hafi verið litlu atriðin sem hafi ráðið úrslitum leiksins í kvöld. „Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“ Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
„Það er alltaf svekkjandi að tapa en mér fannst við spila vel allan leikinn. Þetta féll ekki alveg með okkur í dag. Mér fannst eins og við gætum farið inn í hálfleik með meira forskot, við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við ekki að aðlagast leiknum nógu hratt, pressunni frá þeim og þeim aukna hraða sem kom í leikinn.“ „Það er mögulega mér að kenna að hafa ekki áttað mig á því og við verðum frekar auðlesnar á tímabili í seinni hálfleiknum. Þegar þær komust svo yfir þá fannst mér við stíga upp og ná aftur yfirhöndinni í leiknum. Við fengum nokkur færi til að jafna leikinn en eins og ég segi þá voru það smáatriðin í leiknum sem skiptu sköpum í dag. Að koma hingað eftir öll þessi leikmannakaup og alla þá peninga sem Valur er búið að setja í liðið er erfitt en mér fannst við gera mjög vel.“ Þróttarar komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks með góðu marki frá Sierra Marie Lelii. En hvað sagði Nik við sínar konur í hálfleik? „Ég sagði þeim bara að halda áfram að gera það sem við vorum að gera. Við vissum að þær myndu pressa okkur aðeins meira og að við þyrftum að aðlagast því. Við áttum í vandræðum með það í dag og náðum ekki að þvinga þær í rétt svæði á þessum 20 mínútum í seinni hálfleiknum sem þær skora sín mörk.“ Þróttur hefur spilað í sumar mjög góða tígulmiðju en liðið byrjaði þó ekki í henni í dag. Fljótlega færðist þó lið Þróttar í sína hefðbundnu tígulmiðju og við það náði liðið yfirhöndinni á leiknum. En hver var pælingin að byrja ekki í tígulmiðjunni? „Við vildum sjá hvað þær ætluðu að gera og þess vegna fórum við inn í leikinn af smá varfærni. Við vildum sjá hvernig færslur þær myndu koma með á miðjunni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur í leiknum þá skiptum við aftur í tígulmiðjuna sem hentaði okkur mjög vel það sem eftir var.“ Næstu leikur liðsins er gegn ÍBV úti í Eyjum. Leikurinn verður þó eftir Verslunarmannahelgina en ætlar Nik að gefa sínum konum smá frí fyrir leikinn gegn ÍBV? „Þær fá smá pásu og ég ætla reyndar líka á Þjóðhátíð í fyrsta sinn. Við æfum svo á mánudaginn og hefjum þá undirbúninginn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn ÍBV. Við eigum fjóra leiki eftir af deildinni áður en henni verður skipt upp. Við viljum enda hana sterkt og vera í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina.“
Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira