Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Það var varla hægt að tala við mig í gær“

    Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Zlatan í uppáhaldi hjá nýliðanum í landsliðinu en felur stælana betur

    Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, er eini nýliðinn í íslenska fótboltalandsliðinu sem keppir á Pinatar-mótinu á Spáni síðar í mánuðinum. Hún er búin að jafna sig að fullu á hnémeiðslunum sem plöguðu hana í fyrra og ætlar sér að keppa á toppi Bestu deildarinnar með Þrótti í sumar. Eftirlætis leikmaður hennar er Svíinn kokhrausti, Zlatan Ibrahimovic.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heiðdís til Basel

    Varnarmaðurinn Heiðdís Lillýjardóttir er gengin í raðir Basel frá Breiðabliki. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við svissneska félagið.

    Fótbolti