„Fyrsta skipti sem við erum með átján manna hóp“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. ágúst 2023 22:16 Pétur væri eflaust til í tvo leikmenn til viðbótar. vísir/Diego Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í dag í 16. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en Valsliðið var ívið betra í dag og vann sanngjarnan sigur.Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur að leik loknum og skemmti sér vel yfir leiknum. „Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Mér fannst þetta bara hrikalega skemmtilegur leikur hjá tveimur góðum liðum. Spennandi leikur og mikið af góðum sóknum þannig mér fannst þetta bara góður leikur hjá okkur.“ Leikurinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið fengu fjöldann allan af færum. Kom það Pétri á óvart hversu líflegur leikurinn var? „Nei í rauninni ekki. Þessir leikir, Valur – Þór/KA, eru alltaf svona leikir einhvern veginn. Við höfum nú oft tapað hérna fyrir norðan og ég er allavega mjög sáttur með að vinna leikinn.“ Þór/KA vann 1-0 sigur á Val í Boganum í 2. umferð á síðasta tímabili og eins Pétur nefnir hefur Valsliðið oft átt í erfiðleikum fyrir norðan. Var það auka mótívering fyrir leikmenn komandi í þennan leik? „Já örugglega líka en við náttúrulega förum í alla leiki til að vinna en þetta eru alltaf erfiðir leikir.“ Valskonur hafa alls náð í fimm nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum. Í dag var tilkynnt um skipti danska varnarmannsins Laurie Frank frá Fortuna Hjörring í Danmörku. Hvernig leikmaður er hún? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki séð hana“, sagði Pétur og skellti upp úr og bætti síðan einfaldlega við: „Hún er danskur varnarmaður og góð í því.“ Eru þessar leikmannastyrkingar einfaldlega gerðar til þess að halda leikmönnum á tánum og auka samkeppni? „Það eru sjö farnar í staðinn þannig þú getur reiknað. Við höfum verið með 17 manna hóp undanfarið í dag er í fyrsta skipti sem við erum með 18 manna hóp og við erum að fara í erfitt prógram, Meistaradeildina og annað og við þurftum að bæta í hópinn.“ Valur á eftir að mæta Tindastóli á útivelli og Keflavík á heimavelli áður en deildinni verður tvískipt. Valur komst með sigrunum þremur stigum á undan Breiðablik sem getur þó endurheimt toppsætið á morgun með sigri en aðeins markatala skildi liðin að fyrir leik. Hvernig horfir Pétur í lokasprettinn? „Það er farið í minn gamla heimabæ næst á Krókinn. Það hafa nú alltaf verið erfiðir leikir þannig það er bara næsti leikur hjá okkur“, sagði Pétur sem endaði viðtalið á þessari ódauðlegu klisju.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira