Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“

    Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Um­fjöllun og við­tal: FH - Valur 2-3 | Vals­­konur halda í við Blika á toppnum

    Spútniklið FH tók á móti Val í 11. umferð Bestu deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn sat FH í fjórða sæti með 17 stig á meðan Valur var í öðru sæti með 20 stig, jafn mörg og Breiðablik sem sat á toppnum. Eftir afar bragðdaufar sextíu mínútur fengum við fimm mörk síðasta hálftímann og var það Valur sem fór með 3-2 sigur af hólmi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - Þróttur 0-0 | Markalaust í Hafnarfirði

    FH og Þróttur gerðu markalaust jafntefli á Kaplakrikavelli. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun þar sem FH hélt betur í boltann en Þróttur fékk hættulegri færi. Það gerðist lítið sem ekkert í síðari hálfleik en þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir fékk Shaina dauðafæri en Íris Dögg varði frábærlega frá henni. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Mér fannst tíminn ekkert líða“

    Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar.

    Fótbolti