
Íris Dögg úr Laugardalnum yfir á Hlíðarenda
Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals út komandi leiktíð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Hún kemur frá Þrótti Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá 2021.
Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals út komandi leiktíð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Hún kemur frá Þrótti Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá 2021.
Kvennalið Víkings hélt sigurgöngu sinni áfram í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu með sjö marka stórsigri á KR í gær.
Knattspyrnulið Grindavíkur mun að öllum líkindum spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli í sumar en endanlega ákvörðun verður tekin í næstu viku.
Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna.
FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið.
Hvorki fleiri né færri en sex systur komu við sögu hjá Víkingi í Reykjavíkurmótinu í fótbolta í gær.
Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar 2022, er farin frá Stjörnunni og hefur skrifað undir hjá Íslandsmeisturum Vals.
Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára í fótbolta kvenna, Valsarar, hafa tryggt sér krafta Helenu Óskar Hálfdánardóttur næstu tvö árin. Hún kemur til félagsins frá helstu keppinautunum í Breiðabliki.
Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Þessi 22 ára markvörður verður því með nýliðunum í Bestu deildinni á komandi leiktíð.
Knattspyrnufólkið Birnir Snær Ingason og Sigdís Eva Bárðardóttir voru í gær kjörin íþróttakarl og íþróttakona Víkings árið 2023.
Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða.
Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi.
Áætlað er að keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefjist laugardaginn 6. apríl, með leik Íslands- og bikarmeistara Víkings við Stjörnuna. Keppni hefur aldrei hafist fyrr og Í fyrsta sinn nær mótið yfir meira en 200 daga.
Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð.
Knattspyrnukonan unga Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur vægast sagt átt gott ár og er nú komin út í atvinnumennsku því hún skrifaði undir þriggja ára samning við Noregsmeistara Vålerenga.
Hin tvítuga Bryndís Arna Níelsdóttir, markadrottning Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, er gengin í raðir sænska knattspyrnufélagsins Växjö.
Sandra María Jessen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Bandaríski miðjumaðurinn Katie Cousins er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að hafa verið lykilleikmaður í liði Þróttar á síðustu leiktíð.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Bröndby.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er við það að ganga í raðir Bröndby, topplið efstu deildar í Danmörku. Hún er uppalin í Aftureldingu en hefur spilað með Breiðabliki í Bestu deild kvenna síðan 2020.
Jólin komu snemma í ár með sigri Íslands á Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í fyrradag. Átján ára gamall markvörður Íslands og Vals sló í gegn í frumraun sinni. Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíudrauma danska landsliðsins með 1-0 sigri sínum í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í Viborg.
Esther Rós Arnarsdóttir er nýr leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Íslenska unglingalandsliðskonan Katla Tryggvadóttir tekur stórt skref í vetur en hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska fótboltaliðið Kristianstad.
Stjörnukonan Erin McLeod er á leiðinni heim til Kanada í jólamánuðinum og fær að upplifa þar mjög sérstaka stund.
Katla Tryggvadóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.
Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Fanndís Friðriksdóttir verður áfram í herbúðum Valskvenna en hún hefur framlengt samning sinn við Hlíðarendafélagið.
Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þar mun hún aðstoða Nik Chamberlain sem tók nýverið við starfi aðalþjálfara liðsins en þau unnu saman hjá Þrótti Reykjavík.
Þórdís Elva Ágústsdóttir er nýjasti atvinnufótboltamaður okkar Íslendinga en hún er á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Växjö DFF.
Jakobína Hjörvarsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks og mun spila með félaginu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún skrifar undir þriggja ára samning.
Olga Sevcova, lykilmaður í kvennafótboltaliði ÍBV, hefur gert samning við tyrkneska félagið Fenerbahce en hún var kynnt á miðlum tyrkneska félagsins.