Hallærislegur útlendingur Eftir að hafa búið um nokkra hríð á Spáni hættir mér til að gleyma því hversu hallærislegur ég er í augum margra heimamanna. Geng ég þó aldrei í sokkum og sandölum en slíkur útgangur er eitt aðalsmerki hallærislegra útlendinga. Bakþankar 29. september 2010 06:00
Landráð fyrir draumastarfið "Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér. Bakþankar 28. september 2010 11:21
Svíar > Danir Svíþjóð var heimsótt í sumarfríinu. Ferðalagið var reyndar allt of stutt - ég yfirgaf Ísland á fimmtudegi með tóma ferðatösku og fulla vasa af seðlum og aðfaranótt mánudags var ég kominn heim - fátækari en nokkru sinni með stútfulla tösku sem komst framhjá vökulum augum tollstjóra og hátæknivædda gegnumlýsingu. Atli 1 - Ísland 0. Bakþankar 25. september 2010 11:55
Lækin tifa létt um skráða heima Mannkyn hefur nú fengið eina aðferð í viðbót til að tjá tilfinningar sínar. Fésbókin, Snjáldra eða bara Feisið býður notendum sínum upp á að láta í ljósi velvild eða samþykki með því að líka við viðkomandi einstakling eða efni. Þessi þóknun eða aðdáun felst í því að smella á orðið LIKE sem finnst alls staðar þar sem einhver tjáning á sér stað á síðunni og gefa þannig til kynna velþóknun sína á málefnum, ljósmyndum, skoðunum, athugasemdum við skoðanir og þannig mætti lengi telja. Sumir verða jafnvel háðir þess háttar viðurkenningu, setja inn margar skoðanir, myndir eða myndbönd á dag og eru svo allan daginn að athuga hvað fólki finnst um það. Bakþankar 24. september 2010 06:00
Slembilukkunnar lof Slembilukka er það víst kallað þegar tilviljun ræður því að maður er á réttum stað á hárréttum tíma. Þegar því er öfugt farið er það ólán eða ósköp, slys. Bakþankar 23. september 2010 06:00
Hressingarskálinn við Austurvöll Ég verð stundum alveg gáttaður á aðgerðum stjórnmálamanna. Það er þó ekki vegna þess að ég hafi ekki skilning á þeirra æðsta takmarki sem er jú lýðhylli. Ég veit vel, rétt eins og þeir sjálfir, að án fylgis koma þeir engu til leiðar frekar en bensínlaus bíll. Bakþankar 22. september 2010 06:00
Guð vors lands Er þjóðsöngur Íslendinga úreltur? Ýmsir félagsfræðingar, t.d. Robert Bellah, hafa sýnt að þjóðsöngvar gegna ekki aðeins almennu stemnings- og samstöðuhlutverki, heldur líka trúarlegu hlutverki. Gildir einu hvort sem texti þeirra vísar til Guðs, trúarstefs eða ekki. Þetta hlutverk varðar helgun og fullgildingu þjóðar. Bakþankar 21. september 2010 06:00
Bara ef ljótan væri algild Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bílinn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu fjöllin, hreinustu orkuna og fallegustu konurnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu lífi, við berum okkur saman við vinnufélagana, fólkið á götunni og nágrannana. Það verður til þess að við högum lífi okkar oft á allt annan máta en við myndum kannski innst inni kjósa. Bakþankar 20. september 2010 10:17
Úrelt lög Nú á að draga nokkra fyrrum ráðamenn þjóðarinnar fyrir landsdóm vegna óstjórnar þeirra sem varð til þess að íslenskt efnahagkerfi hrundi til grunna. Spurningin snýst um það hvort himinhrópandi getuleysi þeirra til að inna störf sín af hendi á bærilega sómasamlegan hátt hafi verið Bakþankar 18. september 2010 06:00
Hinir dómbæru Það er svo merkilegt með fortíðina að þótt hún sé ekki til sem slík er hún samt svo römm að afli. Þótt fortíðin sé liðin getur hún engu að síður ráðið svo miklu um hvert við förum og hvernig okkur farnast þegar við komumst þangað. Eftir hrun átti til dæmis að reisa „nýtt" Ísland á „gömlum" gildum; slátri, lopapeysum, innanlandsferðalögum og Lindubuffi. Og nú hefur fortíðarhyggjan hafið innreið sína í dómskerfið, eftir krókaleiðum. Bakþankar 17. september 2010 00:01
Sérherbergi Í frægri bók Virginiu Woolf, Sérherbergi, slær hún því föstu að nauðsyn sé hverri listakonu að eiga eigið herbergi. Sér rými, þar sem hún getur þróað sitt eigið sjálfstæða samband við lífið og sköpunargáfu sína. Þetta eru augljós sannindi, sem margar konur þurfa enn að berjast fyrir. Bakþankar 16. september 2010 06:00
Geðveiki Andra Snæs Upplitið á geðveikum er ekki alltaf djarft. Þeir halda að sjúkdómur sinn sé eitthvað til að skammast sín fyrir, læðast með veggjum. Að burðast með sjúkdóm sem sést ekki utan á manni og maður er stöðugt að reyna að fela er ekki auðvelt fyrir fjöldann allan af þessum sjúklingum. Talið er að 22-24% mannkyns þjáist einhvern tímann á ævinni af geðheilbrigðisvanda. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall hafa samtök eins og Geðhjálp þurft að spyrna fótunum við og berjast gegn fordómum, jafnt sjúklinganna sjálfra sem og annarra. Andri Snær Magnason rithöfundur stingur sér ofan í þann úldna pytt um helgina að blanda geðveikum inn í hluti sem koma þeim ekkert við. Bakþankar 15. september 2010 06:00
Að missa ekki spýjuna Til langs tíma var mestur fréttaflutningur frá Íslandi á þá leið að himinn og haf myndu farast ef ríkisstjórnin brygðist ekki við aðsteðjandi vanda með stórtækum aðgerðum. Bakþankar 14. september 2010 06:00
Þingmannanefndin féll á prófinu Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Skoðun 13. september 2010 06:00
Ásættanlegt klám Borgarstjóranum okkar tókst að særa fullt af fólki í vikunni þegar hann sagðist nýta krafta netsins að mestu í klámáhorf. Orðin voru að vísu slitin úr samhengi og Jón fék Bakþankar 11. september 2010 06:00
Um það sem er bannað Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti oní skurð,“ syngja leikskólabörn og læra þannig hvað má og hvað má ekki í laginu um það sem bannað. Allar þessar reglur eru til vegna þess að þeirra er þörf. Það er almenn kurteisi að pissa ekki bak við hurðir, og það er aldrei að vita Bakþankar 10. september 2010 06:00
Misjafn situr á þingi Fólk opinberar misjafnleg viðhorf sín til samkynhneigðar þessa dagana eftir að Jenis av Rana, þingmaður og formaður Miðjuflokksins í Færeyjum vildi ekki setjast til borðs með íslenska forsætisráherranum og konu hennar. Bakþankar 9. september 2010 06:00
Fóbísku frændurnir Frændur okkar í Færeyjum eiga þingmann sem heitir því skemmtilega nafni Jenis frá Rana. Sjálfur er hann þó ekkert sérstaklega skemmtileg týpa. Í fyrradag fann hann sig knúinn til að tilkynna að hann ætlaði sko ekki að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur, Bakþankar 8. september 2010 06:00
Takk Þegar skelfilegar aðstæður dynja á fólki er jafnan aðeins um tvennt að ræða. Annar kosturinn er að glíma við sorgina, áfallið, sannleikann, sjúkleikann eða ofbeldið. Hinn kosturinn er að lúta áfallinu, leyfa því að buga mann hið innra og ræna að lokum sjálfstjórn. Ef svo fer er líka farin getan og jafnvel möguleiki til gleði og annars, sem gerir manni gott. Bakþankar 7. september 2010 06:00
Hjólandi Gúffi Í þessum mánuði verður heimilisbílnum skipt fyrir tvö fjallahjól, tengivagn fyrir tveggja ára, strætómiða, vindklæðnað og hjálm. Það verður æ erfiðara að ná endum saman. Það er örugglega meira þreytandi að borða pasta með tómatsósu fimm daga í viku en að hjóla eða labba í vinnuna. Ég fórna bílnum fyrir fisk og kjöt. Bakþankar 6. september 2010 06:00
Skriftir lútherskra Í umfjöllun undanfarinna daga um trúnaðarskyldu presta hefur sá misskilningur komið fram í ræðu og riti að lútherskir menn skrifti ekki. Þetta byggir á því að Lúther leit ekki á skriftir sem sakramenti. Það þýðir þó ekki að hann hafi afnumið þær. Lúther var reyndar ákaflega hlynntur skriftum. Í riti sínu um Babýlónarherleiðingu kirkjunnar byrjar hann á að flokka þær með sakramentum, en talar sig síðan frá því þar sem hið ytra tákn skorti. Lúther viðurkenndi því aðeins tvö sakramenti, skírn og kvöldmáltíð. Þar eru hin ytri tákn til staðar, annars vegar vatnið og hins vegar vínið og brauðið. Bakþankar 4. september 2010 06:00
Í Bóksölunni Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið – framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. Bakþankar 3. september 2010 06:00
Núið At leve i nuet er livets teknik Og alle folk gør deres bedste Men halvdelen vælger det nu som gik Og halvdelen vælger det næste Bakþankar 2. september 2010 06:00
Bréf til biskups Þegar ég var ungur vann ég í tvö sumur í sumarskóla einum fyrir einhverf börn. Hófst sá stutti starfsferill brösuglega en samstarfsmönnum mínum þótti ég eiga erfitt með að kenna krökkunum góðar umgengnisreglur. Svo keyrði um þverbak þegar kollegar mínir sáu sig nauðbeygða til að kenna mér sjálfum eitt og annað um umgengni. Bakþankar 1. september 2010 06:00
Réttlæting letiblóðs Faðir minn, sextugur upp á dag, er staddur í eftirlætislandinu sínu að borða eftirlætismatinn sinn. Hann, hálfur Þjóðverji, er sérlegur aðdáandi Bæjaralands og það var aldrei spurning hvar hann myndi eyða þessum degi. Í Ölpunum, við stórt stöðuvatn, horfandi á seglbáta. Það er reyndar daglegt brauð, og gæti allt eins gerst þótt hann væri 59 eða 61. Sjálf get ég ekki ímyndað mér hvar ég verð stödd árið 2037, sextug. Ég hef ekki enn þá þróað með mér smekk á neinu eftirlætislandi og markmið mín í lífinu eru yfirleitt svo einföld og lítilfjörleg að flestir myndu kalla það metnaðarleysi á einfaldri íslensku. Þegar ég er sérstaklega löt í markmiðum og áætlunum í lífi mínu les ég stundum endurholdgunarfræði og gleðst innra með mér yfir því að „gömlu sálirnar" - þær sem eru búnar að lifa flest líf á jörðinni - eru samkvæmt þeim fræðum jafnframt sagðar þær lötustu þegar kemur að metnaði fyrir eigin hönd. „Til hvers? Hlaupa hvert? Gera hvað? Við erum öll á leið á sama stað hvort sem er," segja þær og halda áfram að leika sér í Farmville. Bakþankar 31. ágúst 2010 06:00
Tengjast kirkjugarðar trú? Tilraun var gerð þegar ég heimsótti Korputorg í fyrsta sinn í gær. Vinkona var dregin með því annars hefði ég líklega ekki ratað því mér finnst allt fyrir ofan Elliðaárnar vera sveit. Bakþankar 30. ágúst 2010 06:00
Kjötbollur og söngur Þessi vika var skemmtileg í lífi fjölskyldunnar því þá hóf frumburðurinn skólagöngu. Ég fékk mér far með skólarútunni fyrsta daginn og fylgdi syni mínum inn í stofu. Eitthvað súrnaði okkur mæðrunum í augum frammi á gangi eftir að hafa kvatt afkvæmin. Þau voru allt í einu eitthvað svo lítil og skólinn svo stór. Þegar ég sótti drenginn síðdegis spurði ég hann hvernig hefði verið þennan fyrsta skóladag en það varð fátt um svör. „Það er löng saga,“ lét barnið sér nægja að segja. Það var ekki fyrr en um kvöldið að ég fékk að heyra lagið sem sungið er í lok hvers skóladags og að það hefðu verið kjötbollur í matinn. Auðvitað reyndist allt hafa gengið vel. Bakþankar 28. ágúst 2010 00:01
Læmingi í flæmingi Ég trúi á Guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, ég trúi á Jesú Krist og þá siðfræði sem honum er eignuð en ég hef enga trú á heilagri, almennri kirkju. Bakþankar 27. ágúst 2010 10:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun