Grafið undan grunnstoð samfélagsins 12. september 2025 12:32 Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun