Lækin tifa létt um skráða heima 24. september 2010 06:00 Mannkyn hefur nú fengið eina aðferð í viðbót til að tjá tilfinningar sínar. Fésbókin, Snjáldra eða bara Feisið býður notendum sínum upp á að láta í ljósi velvild eða samþykki með því að líka við viðkomandi einstakling eða efni. Þessi þóknun eða aðdáun felst í því að smella á orðið LIKE sem finnst alls staðar þar sem einhver tjáning á sér stað á síðunni og gefa þannig til kynna velþóknun sína á málefnum, ljósmyndum, skoðunum, athugasemdum við skoðanir og þannig mætti lengi telja. Sumir verða jafnvel háðir þess háttar viðurkenningu, setja inn margar skoðanir, myndir eða myndbönd á dag og eru svo allan daginn að athuga hvað fólki finnst um það. Utan Fésbókar má nýta sér kosti hennar til að koma ýmsu á framfæri. Þannig er til að mynda hægt að hafa skoðanir á fréttum og umræðu á vefmiðlum með því að smella á líkuna sem er undir fréttinni og það er fínt að geta tekið undir með skoðanabræðrum sínum og -systrum með þessari einföldu aðgerð eða stutt við einhverjar fréttir. Síðan er hægt að sjá hve mörgum líkar fréttin og jafnvel hvort einhverjir þeirra eru í manns eigin vinahópi. Þessi aðferð hefur þó ýmsa annmarka, einkum þegar fréttir eiga í hlut og hér er stikkprufa frá í fyrradag af visi.is. Frétt með fyrirsögninni „Þrír Íslendingar með gervifætur í haldi í Ísrael" fékk tuttugu og níu líkur, „Ráðið frá sjósundi vegna hættu á saurgerlamengun" fékk 38 líkur og „Theresa Lewis tekin af lífi í Virginíu" fékk 20 líkur. Þrjátíu og fjórum líkar „Skildi haltan hund sinn eftir". Auðvitað er fólk ekki að lýsa yfir stuðningi við fyrirsagnirnar einar en það er samt erfitt að gera sér ljóst í sumum tilfellum nákvæmlega við hvað fólki líkar í fréttinni og þar sem enn er ekki boðið upp á að gera athugasemdir er aðeins hægt að leiða líkur að því að tuttugu lesendur Vísis séu fylgjandi dauðarefsingum (nema einhverjum þeirra sé sérstaklega uppsigað við Theresu Lewis), þrjátíu og fjórum finnist að haltir hundar eigi skilið að vera skildir eftir og þrjátíu og átta hlakki yfir óförum sjósundsfólks eða styðji lífsbaráttu saurgerla. Þá finnst að minnsta kosti tuttugu og níu manns að Íslendingar með gervifætur eigi skilið að vera í haldi í Ísrael. Ég vona bara að ykkur líki það sem ég var að skrifa hér. Ef svo er þá vitið þið hvað skal gera… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Mannkyn hefur nú fengið eina aðferð í viðbót til að tjá tilfinningar sínar. Fésbókin, Snjáldra eða bara Feisið býður notendum sínum upp á að láta í ljósi velvild eða samþykki með því að líka við viðkomandi einstakling eða efni. Þessi þóknun eða aðdáun felst í því að smella á orðið LIKE sem finnst alls staðar þar sem einhver tjáning á sér stað á síðunni og gefa þannig til kynna velþóknun sína á málefnum, ljósmyndum, skoðunum, athugasemdum við skoðanir og þannig mætti lengi telja. Sumir verða jafnvel háðir þess háttar viðurkenningu, setja inn margar skoðanir, myndir eða myndbönd á dag og eru svo allan daginn að athuga hvað fólki finnst um það. Utan Fésbókar má nýta sér kosti hennar til að koma ýmsu á framfæri. Þannig er til að mynda hægt að hafa skoðanir á fréttum og umræðu á vefmiðlum með því að smella á líkuna sem er undir fréttinni og það er fínt að geta tekið undir með skoðanabræðrum sínum og -systrum með þessari einföldu aðgerð eða stutt við einhverjar fréttir. Síðan er hægt að sjá hve mörgum líkar fréttin og jafnvel hvort einhverjir þeirra eru í manns eigin vinahópi. Þessi aðferð hefur þó ýmsa annmarka, einkum þegar fréttir eiga í hlut og hér er stikkprufa frá í fyrradag af visi.is. Frétt með fyrirsögninni „Þrír Íslendingar með gervifætur í haldi í Ísrael" fékk tuttugu og níu líkur, „Ráðið frá sjósundi vegna hættu á saurgerlamengun" fékk 38 líkur og „Theresa Lewis tekin af lífi í Virginíu" fékk 20 líkur. Þrjátíu og fjórum líkar „Skildi haltan hund sinn eftir". Auðvitað er fólk ekki að lýsa yfir stuðningi við fyrirsagnirnar einar en það er samt erfitt að gera sér ljóst í sumum tilfellum nákvæmlega við hvað fólki líkar í fréttinni og þar sem enn er ekki boðið upp á að gera athugasemdir er aðeins hægt að leiða líkur að því að tuttugu lesendur Vísis séu fylgjandi dauðarefsingum (nema einhverjum þeirra sé sérstaklega uppsigað við Theresu Lewis), þrjátíu og fjórum finnist að haltir hundar eigi skilið að vera skildir eftir og þrjátíu og átta hlakki yfir óförum sjósundsfólks eða styðji lífsbaráttu saurgerla. Þá finnst að minnsta kosti tuttugu og níu manns að Íslendingar með gervifætur eigi skilið að vera í haldi í Ísrael. Ég vona bara að ykkur líki það sem ég var að skrifa hér. Ef svo er þá vitið þið hvað skal gera…