Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar 12. september 2025 09:00 Öll trúi ég að vilji sem besta framtíð barna. Því þarf almannahagur að ráða för með það að markmiði að gæta vel helstu fjöreggja þjóðarinnar, æskunnar sem á að erfa landið og náttúrunnar. Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar og forsenda þess að eitthvað verði til að erfa. Löggjafinn vill hag fjöreggjanna sem mestan og því eigum við barnaverndarlög og náttúruverndarlög. Samanburður á lögunum, anda þeirra, inntaki, útfærslu og framkvæmd varpar ljósi á mismunandi framgang hins skýra vilja löggjafans um vernd fjöreggjanna. Umdæmi barnaverndarnefnda hafa stækkað sem eykur fjarlægð frá meintu broti gegn barni til þeirra sem um það fjalla. Barnaverndarnefndir eru orðnar fagnefndir, umboðsmaður barna starfar og farsældarlög eru virk. Þetta sýnir metnað stjórnvalda gagnvart öryggi og velferð barna, í takt við markmið barnaverndarlaga. Metnaði fyrir hönd náttúrunnar er ábótavant! Upphafsorð laga um náttúruvernd eru: „Markmið laga þessara er að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum og verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt og einnig stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu þoli íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Ekki dylst sá tilgangur laganna að vernda íslenska náttúru eins og kostur er og það á hennar „eigin forsendum“. Aldrei hefur þó starfað umboðsmaður íslenskrar náttúru og ekki er lengur til sjálfstætt umhverfisráðuneyti. Skipan og starf náttúruverndarnefnda er almennt ekki á forsendum náttúrunnar og nefni ég þrennt því til stuðnings. 1. Nefndarmenn eru almennt pólitískt valdir en hvorki vegna áhuga eða sérstakrar þekkingar á hag náttúrunnar. 2. Sveitarfélög skipa sjaldan nefndir með náttúruvernd sem sitt eina hlutverk, heldur fela öðrum nefndum málefni náttúruverndar. Oft nefndum sem fara með málefni bygginga o.fl. framkvæmda, sem augljóslega býður upp á hagsmunaárekstra. 3. Miðað við upplýsingar frá Náttúrverndarstofnun eru árlegir fundir náttúruverndarnefnda illa sóttir af fulltrúum sveitarfélaga og fundinn 2024 sóttu t.d. einungis fulltrúar sex af rúmlega 60 sveitarfélögum í landinu, sem stað- eða fjarfund. Metnaðarleysi stjórnvalda fh. íslenskrar náttúru nær þó nýjum hæðum í orðum og æði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og sérlega sjálfs umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, Jóhanns Páls Jóhannssonar. Aðför ríkisstjórnarinnar að náttúrunni Til stuðnings síðustu fullyrðingu má nefna mun fleira en stutt grein leyfir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur, andstætt tíðaranda og almenningsáliti, að opnun Eyjafjarðar og Skjálfanda fyrir eldi í sjókvíum. Ótrúlegar gjörðir umhverfis- orku- og loftslagsráðherra s.s. tengt undirbúningsvinnu vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá nú síðast þvert á dóm Hæstaréttar, stuðningur við Landsvirkjun um Kjalölduveitu sem mörg telja dulbúna Norðlingaölduveitu, sem sett var í verndarflokk 2013. Því næst að setja vindorkukost í Garpsdal í Reykhólahreppi í nýtingarflokk þó ekki sé til áætlun um nýtingu vindorku og andstætt tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar. Hið sama varðandi mögulega virkjun Héraðsvatna í Skagafirði og loks sú hugdetta hans að útiloka ekki olíuleit á Drekasvæðinu. Þá leggur Logi Einarsson staðgengill umhverfisráðherra til að Hamarsvirkjun fari úr vernd í bið. Nýverið kynnti svo ríkisstjórnin að hún hygðist einfalda regluverk, liðka fyrir og flýta leyfisveitingum í orkumálum, nokkuð sem forsætisráðherra kynnti í stefnuræðu sinni með orðunum: „Stórfellda einföldun leyfisferla í orkumálum“. Á því mannamáli sem ég o.fl. lærðu þýðir þetta að veita á afslátt af þeirri stjórnsýslulegu umgjörð sem myndað hefur varnir umhverfis og náttúru, ekki síst villtrar náttúru. Það er því ekki ofsagt að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að því er virðist undir stjórn sjálfs UMHVERFIS- orku- og loftslagsráðherra, stundi náttúrueyðingarstefnu sem í versta falli endar með náttúruleysi okkar allra. Betur má ef duga skal ! Í metsölubók Sir. David Attenborough, Líf á jörðinni okkar, segir að hlutfall villtrar náttúru hafi minnkað úr 66% árið 1937 í 35% árið 2020. Við eigum hærra hlutfall villtrar náttúru en flest önnur lönd og til mikils er að vinna að vernda slíkt dýrmæti svo sem frekast er kostur. Til þess þarf að vinna eftir bókstaf og anda laga um náttúruvernd. Það er aldrei brýnna en nú þegar ríkisstjórnin og kannski mest sjálfur ráðherra umhverfismála sýnist beinlínis segja íslenskri náttúru stríð á hendur og samtímis á náttúran litla ef nokkra stoð í stjórnarandstöðunni. Stjórnsýslulegan metnað fyrir hönd náttúrunnar þarf að auka. Náttúran verðskuldar sjálfstætt Umhverfismálaráðuneyti, stofna ber embætti umboðsmanns íslenskrar náttúru og stuðla að stækkun svæða sem hver náttúruverndarnefnd tekur til (lög heimila í dag) og auka fagþekkingu á sviði umhverfismála í nefndunum. Binda þarf í lög þá meginreglu að villt náttúra sé friðuð og að nýting hennar verði undantekning frá þeirri reglu líkt og í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Minnumst þess á komandi þingvetri að með lögum skal land vernda. VERJUMST NÁTTÚRULEYSISTEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR ! Höfundur er læknir, situr í Umhverfis og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Öll trúi ég að vilji sem besta framtíð barna. Því þarf almannahagur að ráða för með það að markmiði að gæta vel helstu fjöreggja þjóðarinnar, æskunnar sem á að erfa landið og náttúrunnar. Heilbrigð náttúra er undirstaða afkomu okkar og velsældar og forsenda þess að eitthvað verði til að erfa. Löggjafinn vill hag fjöreggjanna sem mestan og því eigum við barnaverndarlög og náttúruverndarlög. Samanburður á lögunum, anda þeirra, inntaki, útfærslu og framkvæmd varpar ljósi á mismunandi framgang hins skýra vilja löggjafans um vernd fjöreggjanna. Umdæmi barnaverndarnefnda hafa stækkað sem eykur fjarlægð frá meintu broti gegn barni til þeirra sem um það fjalla. Barnaverndarnefndir eru orðnar fagnefndir, umboðsmaður barna starfar og farsældarlög eru virk. Þetta sýnir metnað stjórnvalda gagnvart öryggi og velferð barna, í takt við markmið barnaverndarlaga. Metnaði fyrir hönd náttúrunnar er ábótavant! Upphafsorð laga um náttúruvernd eru: „Markmið laga þessara er að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum og verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt og einnig stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu þoli íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.“ Ekki dylst sá tilgangur laganna að vernda íslenska náttúru eins og kostur er og það á hennar „eigin forsendum“. Aldrei hefur þó starfað umboðsmaður íslenskrar náttúru og ekki er lengur til sjálfstætt umhverfisráðuneyti. Skipan og starf náttúruverndarnefnda er almennt ekki á forsendum náttúrunnar og nefni ég þrennt því til stuðnings. 1. Nefndarmenn eru almennt pólitískt valdir en hvorki vegna áhuga eða sérstakrar þekkingar á hag náttúrunnar. 2. Sveitarfélög skipa sjaldan nefndir með náttúruvernd sem sitt eina hlutverk, heldur fela öðrum nefndum málefni náttúruverndar. Oft nefndum sem fara með málefni bygginga o.fl. framkvæmda, sem augljóslega býður upp á hagsmunaárekstra. 3. Miðað við upplýsingar frá Náttúrverndarstofnun eru árlegir fundir náttúruverndarnefnda illa sóttir af fulltrúum sveitarfélaga og fundinn 2024 sóttu t.d. einungis fulltrúar sex af rúmlega 60 sveitarfélögum í landinu, sem stað- eða fjarfund. Metnaðarleysi stjórnvalda fh. íslenskrar náttúru nær þó nýjum hæðum í orðum og æði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og sérlega sjálfs umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, Jóhanns Páls Jóhannssonar. Aðför ríkisstjórnarinnar að náttúrunni Til stuðnings síðustu fullyrðingu má nefna mun fleira en stutt grein leyfir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur, andstætt tíðaranda og almenningsáliti, að opnun Eyjafjarðar og Skjálfanda fyrir eldi í sjókvíum. Ótrúlegar gjörðir umhverfis- orku- og loftslagsráðherra s.s. tengt undirbúningsvinnu vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá nú síðast þvert á dóm Hæstaréttar, stuðningur við Landsvirkjun um Kjalölduveitu sem mörg telja dulbúna Norðlingaölduveitu, sem sett var í verndarflokk 2013. Því næst að setja vindorkukost í Garpsdal í Reykhólahreppi í nýtingarflokk þó ekki sé til áætlun um nýtingu vindorku og andstætt tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar. Hið sama varðandi mögulega virkjun Héraðsvatna í Skagafirði og loks sú hugdetta hans að útiloka ekki olíuleit á Drekasvæðinu. Þá leggur Logi Einarsson staðgengill umhverfisráðherra til að Hamarsvirkjun fari úr vernd í bið. Nýverið kynnti svo ríkisstjórnin að hún hygðist einfalda regluverk, liðka fyrir og flýta leyfisveitingum í orkumálum, nokkuð sem forsætisráðherra kynnti í stefnuræðu sinni með orðunum: „Stórfellda einföldun leyfisferla í orkumálum“. Á því mannamáli sem ég o.fl. lærðu þýðir þetta að veita á afslátt af þeirri stjórnsýslulegu umgjörð sem myndað hefur varnir umhverfis og náttúru, ekki síst villtrar náttúru. Það er því ekki ofsagt að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að því er virðist undir stjórn sjálfs UMHVERFIS- orku- og loftslagsráðherra, stundi náttúrueyðingarstefnu sem í versta falli endar með náttúruleysi okkar allra. Betur má ef duga skal ! Í metsölubók Sir. David Attenborough, Líf á jörðinni okkar, segir að hlutfall villtrar náttúru hafi minnkað úr 66% árið 1937 í 35% árið 2020. Við eigum hærra hlutfall villtrar náttúru en flest önnur lönd og til mikils er að vinna að vernda slíkt dýrmæti svo sem frekast er kostur. Til þess þarf að vinna eftir bókstaf og anda laga um náttúruvernd. Það er aldrei brýnna en nú þegar ríkisstjórnin og kannski mest sjálfur ráðherra umhverfismála sýnist beinlínis segja íslenskri náttúru stríð á hendur og samtímis á náttúran litla ef nokkra stoð í stjórnarandstöðunni. Stjórnsýslulegan metnað fyrir hönd náttúrunnar þarf að auka. Náttúran verðskuldar sjálfstætt Umhverfismálaráðuneyti, stofna ber embætti umboðsmanns íslenskrar náttúru og stuðla að stækkun svæða sem hver náttúruverndarnefnd tekur til (lög heimila í dag) og auka fagþekkingu á sviði umhverfismála í nefndunum. Binda þarf í lög þá meginreglu að villt náttúra sé friðuð og að nýting hennar verði undantekning frá þeirri reglu líkt og í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Minnumst þess á komandi þingvetri að með lögum skal land vernda. VERJUMST NÁTTÚRULEYSISTEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR ! Höfundur er læknir, situr í Umhverfis og framkvæmdaráði Múlaþings fyrir VG og situr í stjórn hreyfingarinnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun