Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Sérreglur fyrir sjávarútveginn eða eðlilegt gjald?

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Í lögum um stjórn fiskveiða er þetta orðað með eins skýrum hætti og hægt er. Þar segir að úthlutun veiðiheimilda myndi hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði yfir veiðiheimildum. Löggjafinn gæti ekki verið skýrari: heimild til að veiða jafngildi ekki eign yfir heimildunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“

Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta verk­efnið: Verð­bólga

Óumflýjanlegar efna­hagsaðgerðir stjórn­valda um heim all­an á Covid-19 tím­an­um sem snéru að aukn­um umsvifum hins opinbera og rýmri pen­inga­stefnu hafa ýtt und­ir hækk­un á vöru og þjónustu. Þessu til viðbót­ar hef­ur innrás Rúss­lands í Úkraínu haft mik­il áhrif á verðbólgu á heimsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju Fjarðarheiðargöng?

Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga?

Skoðun
Fréttamynd

Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr

Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum

Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. 

Innlent
Fréttamynd

Að vera með stjórnmálamenn í vasanum

Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign hinna fáu

Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Af fæðingarhreppum og Kúbu norðursins

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar (26. tbl.) er að finna grein eftir Dr. Gylfa Magnússon, prófessor og fyrrverandi ráðherra, um samsetningu þjóðarinnar og fleira því tengt. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofu Íslands voru íbúar hér á landi 368.792 þann 1. janúar 2021. Þar af voru 51.333 erlendir ríkisborgarar. Gylfi gerir að umfjöllunarefni að þau sem hafa erlent ríkisfang séu útilokuð frá þátttöku í stjórnmálum á landsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi á Alþingi

Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið?

Skoðun
Fréttamynd

Sam­herji á nú aðild að fimmtungi heildar­kvótans

Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda   í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni.

Innlent