Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 07:37 Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að Sjálfstæðismenn telji sér ekki skylt að verja Svandísi vantrausti. „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun hennar að stöðva hvalveiðar tímabundið vegna dýraverndarsjónarmiða. Menn fylgjast nú grannt með því hvort málið muni sprengja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. Þess má geta að greininni hefur verið deilt á Facebook af flokksbróður Óla, Jóni Gunnarssyni fyrrverandi dómsmálaráðherra. Jón hefur áður sagt að hann hafi aðeins verið varinn vantrausti af þingmönnum Vinstri grænna gegn því að hann yrði látinn víkja sem ráðherra. Þó hafði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnt í upphafi kjörtímabilsins að Jón myndi hætta sem dómsmálaráðherra eftir átján mánuði og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við. „Pólitískir einfeldningar“ Í grein sinni fjallar Óli Björn um forsendur og skilyrði stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og segir löngum hafa verið ljóst að langt væri á milli flokkanna í mörgum málum. Sanngjarnar málamiðlanir væru nauðsynlegar og sömuleiðis trúnaður og traust. Ákvörðun Svandísar um að stöðva hvalveiðar klukkustundum áður en þær áttu að hefjast hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Óli Björn og fleiri hefðu þá haldið því fram sem umboðsmaður hefði staðfest nú, að ráðherra hefði farið gegn lögum, ekki gætt meðalhófs né fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. „Matvælaráðherra segist taka álit umboðsmanns alvarlega en ætlar að sitja sem fastast,“ segir Óli Björn. „Matvælaráðherra telur réttlætanlegt að ganga gegn lögum, meðalhófsreglu og stjórnarskrárbundnum réttindum, vegna þess að í gildi séu, að hans mati, úrelt lög sem þurfi að breyta - uppfæra til nútímans!“ Óli Björn fullyrðir að gagnrýni á stjórnsýslu ráðherra hafi ekkert haft með hvalveiðar að gera heldur valdbeitingu ráðherra. „Enginn - hvort sem viðkomandi er fylgjandi eða andvígur hvalveiðum - getur sætt sig við að ráðherra fari með valdheimildir sínar með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert,“ segir hann. Matvælaráðherra muni þannig ekki geta gert kröfu til þess að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“. „Ráðherra sem hunsar eindreginn vilja meirihluta stjórnarþingmanna nýtur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins pólitískir einfeldningar geta talið sér trú um annað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46 Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun hennar að stöðva hvalveiðar tímabundið vegna dýraverndarsjónarmiða. Menn fylgjast nú grannt með því hvort málið muni sprengja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. Þess má geta að greininni hefur verið deilt á Facebook af flokksbróður Óla, Jóni Gunnarssyni fyrrverandi dómsmálaráðherra. Jón hefur áður sagt að hann hafi aðeins verið varinn vantrausti af þingmönnum Vinstri grænna gegn því að hann yrði látinn víkja sem ráðherra. Þó hafði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnt í upphafi kjörtímabilsins að Jón myndi hætta sem dómsmálaráðherra eftir átján mánuði og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við. „Pólitískir einfeldningar“ Í grein sinni fjallar Óli Björn um forsendur og skilyrði stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og segir löngum hafa verið ljóst að langt væri á milli flokkanna í mörgum málum. Sanngjarnar málamiðlanir væru nauðsynlegar og sömuleiðis trúnaður og traust. Ákvörðun Svandísar um að stöðva hvalveiðar klukkustundum áður en þær áttu að hefjast hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Óli Björn og fleiri hefðu þá haldið því fram sem umboðsmaður hefði staðfest nú, að ráðherra hefði farið gegn lögum, ekki gætt meðalhófs né fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. „Matvælaráðherra segist taka álit umboðsmanns alvarlega en ætlar að sitja sem fastast,“ segir Óli Björn. „Matvælaráðherra telur réttlætanlegt að ganga gegn lögum, meðalhófsreglu og stjórnarskrárbundnum réttindum, vegna þess að í gildi séu, að hans mati, úrelt lög sem þurfi að breyta - uppfæra til nútímans!“ Óli Björn fullyrðir að gagnrýni á stjórnsýslu ráðherra hafi ekkert haft með hvalveiðar að gera heldur valdbeitingu ráðherra. „Enginn - hvort sem viðkomandi er fylgjandi eða andvígur hvalveiðum - getur sætt sig við að ráðherra fari með valdheimildir sínar með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert,“ segir hann. Matvælaráðherra muni þannig ekki geta gert kröfu til þess að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“. „Ráðherra sem hunsar eindreginn vilja meirihluta stjórnarþingmanna nýtur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins pólitískir einfeldningar geta talið sér trú um annað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46 Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46
Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41
Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36