Hver er ráðherra stafrænnar innleiðingar? Rósa María Hjörvar skrifar 10. janúar 2024 13:41 Framtíðin er stafræn. Ef einhver skyldi efast um það þarf bara að fletta upp í nýjustu stefnumótun hinna ýmsu stofnana eða hlusta á hátíðarræður stjórnmálamanna. Og stafræna byltingin er ekki bara í orði. Undanfarna mánuði hefur þróunin verið á blússandi siglingu og varla sú þjónusta eða stofnun sem ekki fyrirfinnst í stafrænu formi í upphafi þessa nýja árs. En það eru ýmsar blikur á lofti. Rafrænu skilríkin sem áttu að vera lykillinn að stafrænni framtíð eru ekki aðgengileg öllum. Raunar eru margir fötlunnarhópar sem geta ekki nýtt sér þessi nýju skilríki. Kærunefnd jafnréttismála, sendi í nóvember á síðasta ári frá sér úrskurð sem staðfesti að Arion banki og Auðkenni hefði verið óheimilt að neita fatlaðri konu um rafræn skilríki. Ítrekað gerist að að fötluðu fólki er neitað um þessi skilríki eða að það einfaldlega geti ekki nýtt sér þau og missir þannig aðgang að lykilþjónustu sem áður var aðgengileg. Stafræna byltingin bætir þannig við hindrunum fyrir fatlað fólk eins og staðan er í dag, hún ryður þeim ekki úr vegi. Þótt þessi tiltekni vandi gæti virst afmarkaður er hann það ekki. Hann er til marks um skort á taumhaldi á þessari stærstu umbreytingu okkar tíma. Hann er kanarífuglinn í kolanámunni sem sýnir það svo glöggt að okkur hefur ekki tekist að stjórna þessari tæknibyltingu heldur hefur tæknin fengið að ráða ferðinni. Tæknin ber með sér ótrúleg tækifæri. Með henni er hægt að brúa bil sem fyrir bara örfáum árum hefði verið óhugsandi að þvera. Hvort sem það varðar fötlun, fjarlægð eða félagslega stöðu hefur þessi tækni þann eiginleika að geta jafnað stöðu fólks og aðgengi að samfélagi okkar. Staðan er hins vegar sú að við erum á hraðferð í ranga átt, og stórir hópar upplifa minna aðgengi að því samfélagi sem þeir búa í. Þetta á við um fjölbreyttan hóp fatlaðs fólks, en líka eldri borgara og þá sem vegna félagslegrar stöðu hafa ekki sömu tök á að tileinka sér tækni. Það eru einmitt þeir hópar sem tæknin átti að byggja brú til. Við erum að kasta barninu út með baðvatninu. Í flýtinum við að innleiða ný kerfi til að auka hraða og hagræðingu er ekki aðeins dregið úr fyrri þjónustuleiðum heldur eru þær oft alfarið afnumdar. Því er æ sjaldséðara að hægt sé að fá aðstoð frá lifandi manneskju og inngangnum að stafrænu leiðunum er svo örugglega gætt að fólk kemst oft ekki inn í þjónustugáttina. Sannleikurinn er sá að þröngur hópur úr tækni og viðskiptageiranum hefur slegið taktinn í þróuninni, hópur sem hefur ekki innsýn í eða sýn á samfélagið sem heild eða hugmyndir um aukin jöfnuð eða almenn gæði. Því hefur öll áhersla verið lögð á hagræðingu og aukna þjónustu fyrir meðaljóninn og allir aðrir mætt afgangi. Fólk efast oft um ágæti stjórnmálamanna. En hér birtist skýrt hvert hlutverk þeirra er í samfélagsskipan okkar. Það er stjórnmálanna að leiða og beisla þá þróun sem á sér stað og beina henni í þann farveg sem er samfélaginu fyrir bestu. Það er ekki hlutverk tæknimanna, né heldur viðskiptafræðinga – þeir sinna öðrum skyldum. Það hefur svo sem ekki skort á áhuga hjá stjórnmálamönnum og margir hafa lofað þessa byltingu. Lagt áherslu á hana, skipað starfshópa um hana og gefið út skýrslur. En enginn hefur stigið inn til ábyrgðar og það er kannski ekkert skrýtið. Eins og er þá er hún; tækniþróunin á forræði allra ráðuneyta. Hún fellur undir fjármála- og efnahagsráðuneytið þegar átt er við stafræn samskipti hins opinbera, en við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti þegar um er að ræða samskipti við fatlað fólk. Hún heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hvað varðar háskóla og nýsköpun, en menningar- og viðskiptaráðuneyti þegar við ræðum um íslenska máltækni og innleiðingu í viðskiptalífinu. Og þannig mætti lengi telja. Það virðist reyndar vera minnst um þessi mál undir innviðaráðuneytinu – þótt þetta snúist eiginlega um innviði – en það er kannski önnur saga. En hvað gera bændur þá? Eigum við að halla okkur aftur og láta lítinn hóp manna, sem ekki hafa neitt lýðræðislegt umboð, ráða því hvernig þjóðfélag okkar þróast til framtíðar? Það er ekki gæfulegt og mun kosta skattgreiðendur, því það mun auðvitað verða nauðsynlegt að þróa nothæfa innviði fyrir alla á endanum. Til að forðast tvíverknað og þá félagslegu einangrun sem við sjáum í kjölfar innleiðingarinnar er ágætt að líta til bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum. Þar eru venjan að hafa svokallaða „stafræna ráðherra“. Þá er ekki átt við gervigreind sem sinnir störfum ráðherra, heldur einfaldlega að einhver í ríkistjórn hafi þann titil og beri þannig ábyrgð á þeirri þróun sem á sér stað. Með því er tryggt að ekkert falli á milli stóla og að sú stefnumótun sem á sér stað á sviði stafrænnar þróunar skili sér í nothæfum lausnum. Það er borðliggjandi að við hér á landi fáum ráðherra stafrænnar innleiðingar. Einn ábyrgðaraðila sem getur fylgt málum eftir í stjórnsýslu og átt samtal við atvinnulífið. Að það sé staður fyrir félagsamtök að leita til þegar við höfum almennar áhyggjur af þróun mála og að hægt sé að draga einhvern til ábyrgðar. Stafræna byltingin er sá einstaki atburður sem mun hafa mest áhrif á líf og kjör okkar næstu áratugi og það er lýðræðislegt vandamál að Alþingi Íslendinga og stjórnarráðið séu ekki virkari í mótun þessara breytinga en raun ber vitni. Þetta snýst ekki bara um að dásama breytingar sem vissulega eru margar til góðs eða veita endalausum fjármunum í uppbyggingu - heldur um að sigla þjóðarskútunni í gegnum þetta breytingarskeið þannig að við verðum betra og ríkara samfélag þegar upp er staðið. Samfélag þar sem til að mynda fatlað fólk hefur fleiri tækifæri – ekki færri. Til þess þarf pólítíska ábyrgð – og ábyrgðaraðila. Ekkert um okkur – án okkar! Höfundur er stafrænn verkefnastjóri hjá ÖBÍ Réttindasamtök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Málefni fatlaðs fólks Stafræn þróun Alþingi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Framtíðin er stafræn. Ef einhver skyldi efast um það þarf bara að fletta upp í nýjustu stefnumótun hinna ýmsu stofnana eða hlusta á hátíðarræður stjórnmálamanna. Og stafræna byltingin er ekki bara í orði. Undanfarna mánuði hefur þróunin verið á blússandi siglingu og varla sú þjónusta eða stofnun sem ekki fyrirfinnst í stafrænu formi í upphafi þessa nýja árs. En það eru ýmsar blikur á lofti. Rafrænu skilríkin sem áttu að vera lykillinn að stafrænni framtíð eru ekki aðgengileg öllum. Raunar eru margir fötlunnarhópar sem geta ekki nýtt sér þessi nýju skilríki. Kærunefnd jafnréttismála, sendi í nóvember á síðasta ári frá sér úrskurð sem staðfesti að Arion banki og Auðkenni hefði verið óheimilt að neita fatlaðri konu um rafræn skilríki. Ítrekað gerist að að fötluðu fólki er neitað um þessi skilríki eða að það einfaldlega geti ekki nýtt sér þau og missir þannig aðgang að lykilþjónustu sem áður var aðgengileg. Stafræna byltingin bætir þannig við hindrunum fyrir fatlað fólk eins og staðan er í dag, hún ryður þeim ekki úr vegi. Þótt þessi tiltekni vandi gæti virst afmarkaður er hann það ekki. Hann er til marks um skort á taumhaldi á þessari stærstu umbreytingu okkar tíma. Hann er kanarífuglinn í kolanámunni sem sýnir það svo glöggt að okkur hefur ekki tekist að stjórna þessari tæknibyltingu heldur hefur tæknin fengið að ráða ferðinni. Tæknin ber með sér ótrúleg tækifæri. Með henni er hægt að brúa bil sem fyrir bara örfáum árum hefði verið óhugsandi að þvera. Hvort sem það varðar fötlun, fjarlægð eða félagslega stöðu hefur þessi tækni þann eiginleika að geta jafnað stöðu fólks og aðgengi að samfélagi okkar. Staðan er hins vegar sú að við erum á hraðferð í ranga átt, og stórir hópar upplifa minna aðgengi að því samfélagi sem þeir búa í. Þetta á við um fjölbreyttan hóp fatlaðs fólks, en líka eldri borgara og þá sem vegna félagslegrar stöðu hafa ekki sömu tök á að tileinka sér tækni. Það eru einmitt þeir hópar sem tæknin átti að byggja brú til. Við erum að kasta barninu út með baðvatninu. Í flýtinum við að innleiða ný kerfi til að auka hraða og hagræðingu er ekki aðeins dregið úr fyrri þjónustuleiðum heldur eru þær oft alfarið afnumdar. Því er æ sjaldséðara að hægt sé að fá aðstoð frá lifandi manneskju og inngangnum að stafrænu leiðunum er svo örugglega gætt að fólk kemst oft ekki inn í þjónustugáttina. Sannleikurinn er sá að þröngur hópur úr tækni og viðskiptageiranum hefur slegið taktinn í þróuninni, hópur sem hefur ekki innsýn í eða sýn á samfélagið sem heild eða hugmyndir um aukin jöfnuð eða almenn gæði. Því hefur öll áhersla verið lögð á hagræðingu og aukna þjónustu fyrir meðaljóninn og allir aðrir mætt afgangi. Fólk efast oft um ágæti stjórnmálamanna. En hér birtist skýrt hvert hlutverk þeirra er í samfélagsskipan okkar. Það er stjórnmálanna að leiða og beisla þá þróun sem á sér stað og beina henni í þann farveg sem er samfélaginu fyrir bestu. Það er ekki hlutverk tæknimanna, né heldur viðskiptafræðinga – þeir sinna öðrum skyldum. Það hefur svo sem ekki skort á áhuga hjá stjórnmálamönnum og margir hafa lofað þessa byltingu. Lagt áherslu á hana, skipað starfshópa um hana og gefið út skýrslur. En enginn hefur stigið inn til ábyrgðar og það er kannski ekkert skrýtið. Eins og er þá er hún; tækniþróunin á forræði allra ráðuneyta. Hún fellur undir fjármála- og efnahagsráðuneytið þegar átt er við stafræn samskipti hins opinbera, en við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti þegar um er að ræða samskipti við fatlað fólk. Hún heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hvað varðar háskóla og nýsköpun, en menningar- og viðskiptaráðuneyti þegar við ræðum um íslenska máltækni og innleiðingu í viðskiptalífinu. Og þannig mætti lengi telja. Það virðist reyndar vera minnst um þessi mál undir innviðaráðuneytinu – þótt þetta snúist eiginlega um innviði – en það er kannski önnur saga. En hvað gera bændur þá? Eigum við að halla okkur aftur og láta lítinn hóp manna, sem ekki hafa neitt lýðræðislegt umboð, ráða því hvernig þjóðfélag okkar þróast til framtíðar? Það er ekki gæfulegt og mun kosta skattgreiðendur, því það mun auðvitað verða nauðsynlegt að þróa nothæfa innviði fyrir alla á endanum. Til að forðast tvíverknað og þá félagslegu einangrun sem við sjáum í kjölfar innleiðingarinnar er ágætt að líta til bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum. Þar eru venjan að hafa svokallaða „stafræna ráðherra“. Þá er ekki átt við gervigreind sem sinnir störfum ráðherra, heldur einfaldlega að einhver í ríkistjórn hafi þann titil og beri þannig ábyrgð á þeirri þróun sem á sér stað. Með því er tryggt að ekkert falli á milli stóla og að sú stefnumótun sem á sér stað á sviði stafrænnar þróunar skili sér í nothæfum lausnum. Það er borðliggjandi að við hér á landi fáum ráðherra stafrænnar innleiðingar. Einn ábyrgðaraðila sem getur fylgt málum eftir í stjórnsýslu og átt samtal við atvinnulífið. Að það sé staður fyrir félagsamtök að leita til þegar við höfum almennar áhyggjur af þróun mála og að hægt sé að draga einhvern til ábyrgðar. Stafræna byltingin er sá einstaki atburður sem mun hafa mest áhrif á líf og kjör okkar næstu áratugi og það er lýðræðislegt vandamál að Alþingi Íslendinga og stjórnarráðið séu ekki virkari í mótun þessara breytinga en raun ber vitni. Þetta snýst ekki bara um að dásama breytingar sem vissulega eru margar til góðs eða veita endalausum fjármunum í uppbyggingu - heldur um að sigla þjóðarskútunni í gegnum þetta breytingarskeið þannig að við verðum betra og ríkara samfélag þegar upp er staðið. Samfélag þar sem til að mynda fatlað fólk hefur fleiri tækifæri – ekki færri. Til þess þarf pólítíska ábyrgð – og ábyrgðaraðila. Ekkert um okkur – án okkar! Höfundur er stafrænn verkefnastjóri hjá ÖBÍ Réttindasamtök.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun