Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Lán veitt án efnislegrar skoðunar og trygginga

Bein tengsl fulltrúa eigenda bankanna í stjórnum viðskiptabankanna við æðstu stjórnendur virðast hafa orðið til þess að fjölmargar ákvarðanir um stórar lánveitingar voru teknar án efnislegrar skoðunar, sem settar reglur gerðu kröfu um og áttu að vera forsenda ákvörðunar um einstakar lánveitingar, segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halldór Kristjánsson eins og laminn hundur

Össur Skarphéðinsson segir að Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hafi setið eins og laminn hundur á fundi með stjórnvöldum sunnudaginn 5. október árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Peningamarkaðssjóðir til saksóknara

Rannsóknarnefnd Alþingis fullyrðir að mikill fjöldi innherja hafi tekið eign sína úr peningamarkaðssjóðum rétt fyrir hrun bankann og hefur farið fram á að saksóknari rannsakari hvort stjórnendur 94 sjóða hafi gerst brotlegir við lög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingibjörg forspá um hrunið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í febrúar 2008 að ekki mætti tala hátt um ástandið á fjármálamörkuðum. Bankarnir myndu lenda í vandræðum eftir um níu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Krónuhrun þegar Kaupþing ryksugaði gjaldeyrismarkaðinn

„Þeir ryksuguðu gjaldeyrismarkaðinn og svo þegar þeir eru búnir að því þá hætta þeir að kvóta inn á swap-markaðinn sem gerir það að verkum að í mars 2008 bara hrynur krónan og við stóðum náttúrulega algjörlega ráðþrota í málinu því að þegar þetta gerist fara CDS-in (skuldatryggingarálagið, innsk. blm.) á bankann upp og það eru komnar alls konar áhyggjur af þeim þannig að erlendir aðilar sem eiga krónur þeir bara fara í panik að selja."

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FME þjakað af reynsluleysi

Afleiðing þess að Fjármálaeftirlitið hafði of litlar tekjur, en Vísir greindi frá því fyrr í dag að hagsmunaðilar unnu markvisst gegn styrkingu FME, var að fjölgun starfsmanna hélt ekki í við mikinn vöxt fjármálakerfisins og aukin verkefni sem því voru samfara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glærusýning Rannsóknarnefndarinnar

Blaðamannafundur um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið fór fram í Iðnó fyrr í dag. Þar studdust nefndarmenn við glærur sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.

Innlent
Fréttamynd

Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn gekk mjög langt - setja þarf siðareglur um forsetaembættið

Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir að þegar lýðræðislega kjörinn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. „Þar liggur ábyrgð forseta Íslands.“ Ljóst sé að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýrðu þeim.

Innlent
Fréttamynd

Enginn gekkst við ábyrgð

Enginn þeirra sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi gekkst við ábyrgð sinni í andsvörum sínum til nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn handstýrði virði Iceland Group

Landsbankinn hækkaði verð á hlutabréfum bresku matvöruverslunarinnar Iceland Food Group um sextíu prósent á sama tíma og verð lækkaði á sambærilegum fyrirtækjum. Hækkunin jók bókfærðan hagnað bankans á fyrri helmingi 2008 um átta milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnendur bankanna brutu lög

Stjórnir og framkvæmdastjórar þeirra fjármálafyrirtækja sem féllu í hruninu fylgdu ekki í öllum tilvikum reglum um starfsemi bankanna og brutu starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit með refsiverðum hætti. Rannsóknarnefnd Alþingis mælist til þess að saksóknari taki málið til rannsóknar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Geir var skíthræddur við Davíð

„Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð," sagði Geir H. Haarde við Össur Skarphéðinsson eftir að sá síðarnefndi hafði þvertekið fyrir að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008 líkt og Geir lagði til.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing bjargaði Baugi

Tvö félög tengd Bónusfjölskyldunni, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar um vorið án aðstoðar. Kaupþing lánaði því öðru félagi fjölskyldunnar, 1998, ehf, 30,6 milljarða króna til að kaupa Haga úr úr Baugi ásamt því að kaupa tvö félög af Baugi og tengdum aðilum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SUS: Vissu ekki um tugmilljónastyrk

Styrkir upp á tæpar 40 milljónir frá Landsbankum og Kaupþingi voru lagðir inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Tveir fyrrverandi formenn hreyfingarinnar segjast koma af fjöllum. Félagið hafi verið rekið fyrir klink.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín stödd erlendis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er stödd erlendis þessa stundina, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins.

Innlent