Nýtt líf með ný geirvörtu húðflúr

Nú er svokallaður bleikur október og í tilefni af því skoðum við í Íslandi í dag byltingarkennda tækni við að tattúera geirvörtur á ný uppbyggð brjóst kvenna sem misst hafa brjóstin vegna krabbameins og BRCA gensins. Snyrtifræðingurinn Undína Sigmundsdóttir hefur sérhæft sig í þessari nýju tækni sem er í þrívídd og virkar gríðarlega raunveruleg og er hún frumkvöðull á þessu sviði og kom með þessa tækni og kunnáttu til landsins. Og er þetta alveg á heimsmælikvarða. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Undínu og einnig tvær konur þær Bjarneyju Lárudóttur Bjarnadóttur og Láru Stefánsdóttur sem báðar hafa fengið þessi flottu brjósta tattú og segja það hafa gefið þeim mikið í öllu þessu erfiða ferli. Ekki missa af Íslandi í dag kl.18.55 strax á eftir fréttum og sporti.

5858
03:32

Vinsælt í flokknum Ísland í dag