Ísraelski herinn heldur úti stöðugum árásum á Gasa
Ísraelski herinn hefur haldið úti stöðugum loftárásum á Gasaströndina í nótt og í dag. Á annað hundrað hafa látið lífið síðastliðinn sólarhring að sögn palestínskra yfirvalda og á sama tíma eru hátt í fimm hundruð sagðir hafa særst.