Yfirgáfu Alþjóðlegu geimstöðina vegna veikinda

Fjórir geimfarar lentu heilir á húfi utan við strendur Kaliforníu í Bandaríkjunum í morgun eftir að hafa þurft að yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina vegna veikinda. Þeir voru ekki væntanlegir til jarðar fyrr en eftir rúman mánuð og er þetta í fyrsta sinn sem dvöl í geimstöðinni er stytt vegna veikinda. Geimfararnir voru brosandi eftir lendingu og á blaðamannafundi Nasa kom fram að geimförunum liði ágætlega. Ekki liggur fyrir hvers konar veikindi hrjá þá en geimfararnir gangast nú undir rannsóknir.

13
00:36

Vinsælt í flokknum Fréttir