Forstjóri Deloitte stígur til hliðar

Þorsteinn Pétur Guðjónsson, hefur stigið til hliðar sem forstjóri Deloitte. Greint var frá því á Vísi í dag að hann sæti ákæru fyrir kynferðislega áreitni. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Í ákæru segir að hann hafi veist að konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023 og meðal annars káfað á kynfærum hennar. Þorsteinn hafnar ásökunum í yfirlýsingu og segist hafa kært konuna fyrir rangar sakargiftir.

22
00:36

Vinsælt í flokknum Fréttir