Mótorhjólafólk mótmælir
Hópur bifhjólamanna safnast nú saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Þau krefjast þess jafnframt að einhver verði látinn sæta ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020.