Kjarnorkuákvæðinu beitt
Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist beita 71. grein þingskaparlaga til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem staðið hafa yfir í rúman mánuð. 66 ár eru síðan ákvæðinu var síðast beitt á Alþingi með sama hætti og var hljóðið þungt í þingmönnum stjórnarandstöðunnar í dag vegna málsins.