Ekki megi gefa eftir í hagsmunabaráttu fyrir Ísland
Þingmenn eru sammála um að ekkert megi gefa eftir í hagsmunagæslu vegna tolla sem beinast gegn Íslandi. Skiptar skoðanir eru þó um hvort nóg hafi verið gert til þessa og þingmaður stjórnarandstöðu gerir athugasemdir við forgangsröðun utanríkisráðherra. Fimmtán prósenta tollur á íslenskar útflutningsvörur tók gildi í Bandaríkjunum í dag.