Ísland í dag - Læknir setur spurningamerki við fjölda aukaefna í skólamatnum

Læknir setur spurningamerki við fjölda aukaefna í skólamat barnanna. Við höfum í Íslandi í dag verið að fjalla um skólamat barna og unglinga í nokkrum grunnskólum landsins. Móðir tveggja barna iðjuþjálfinn Sólveig Kristín Björgólfsdóttir gagnrýndi í Íslandi í dag fyrirtækið Skólamat fyrir að nota óhóflega af aukaefnum í mat barnanna sem hún segir að stundum sé gjörunninn og því óhollur. Eigendur fyrirtækisins Skólamatur vildu ekki koma í viðtal og útskýra sína hlið á málinu. En Vala Matt fór og tók viðtal við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur í seinni hluta umfjöllunar um skólamat, hollustu og óhollustu.

80
17:51

Vinsælt í flokknum Ísland í dag