Ísland í dag - Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“

Í Íslandi í dag heyrum við sögu Margrétar Hugrúnar Gústavsdóttur sem telur að minningu móður sinnar hafa verið sýnd vanvirðing þegar jarðneskar leifar hennar biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja hennar. Hún sakar bæði Biskupsstofu og útfararstofu um að hafa brugðist. Þá gerir hún athugasemd við að átt hafi verið við samfélagsmiðla móður hennar eftir andlát og færslur hafi verið þurrkaðar út. Hún krefst skýrra laga um ferlið milli andláts og greftrunar. Margrét Hugrún segir sögu sína á einlægan hátt í Ísland í dag og hvaða áhrif reynslan hafði á hana.

1731
14:17

Vinsælt í flokknum Fréttir