Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar 27. janúar 2026 07:02 Hjá Visku stéttarfélagi er virkni og endurkoma kjarninn í allri ráðgjöf um veikindarétt á vinnumarkaði. Markmiðið er einfalt; að félagsfólk nýti réttinn með það fyrir augum að ná bata og komast aftur til virkrar þátttöku í lífi og starfi. Áhersla er lögð á samtal, snemmtækan stuðning og raunhæfa áætlun um endurkomu. Við sem störfum fyrir stéttarfélög berum ábyrgð á að útskýra þennan tilgang veikindaréttarins skýrt. Það eru hagsmunir félagsfólks og hagsmunir samfélagsins alls. Veikindaréttur sem leið aftur út í lífið Veikindaréttur er einn af hornsteinum íslensks vinnumarkaðskerfis. Hann byggir á þeirri grundvallarhugmynd að samfélagið standi með einstaklingnum þegar heilsan bregst. Sá stuðningur á þó ekki að snúast um að halda fólki utan vinnumarkaðar lengur en nauðsynlegt er, heldur að skapa skilyrði fyrir bata, virkni og endurkomu. Reynslan sýnir að vinna getur verið verndandi þáttur gegn einangrun og einmanaleika. Fyrir marga er tenging við vinnustað, samstarfsfólk og hlutverk mikilvægur hluti af bataferlinu. Þess vegna leggur Viska áherslu á að horfa á veikindarétt ekki eingöngu sem aðstoð við fólk í veikindum, heldur sem aðstoð við að koma fólki aftur út í lífið. Þar skiptir máli að samtal hefjist snemma, að væntingar séu skýrar og að endurkoma sé skipulögð í skrefum, í takt við getu hvers og eins. Stéttarfélög þurfa að feta einstigi í þessari nálgun; að styðja félagsfólk í veikindum, en um leið sýna festu í því að hvetja fólk aftur til starfa þegar það er raunhæft. Slík nálgun er ekki skortur á samkennd, heldur þjónar hún fyrst og fremst hagsmunum einstaklinganna sjálfra. Ákall til annarra stéttarfélaga Ef við viljum halda í öflugt og réttlátt vinnumarkaðskerfi verðum við að horfa á veikindaréttinn sem það sem hann er; tímabundna, sameiginlega fjárfestingu í heilsu og starfsgetu. Stéttarfélögin bera ábyrgð á að hann þjóni tilgangi sínum. Viska stéttarfélag hvetur önnur stéttarfélög til að fræða félagsfólk um tilurð og tilgang veikindaréttarins. Það er ekki nóg að semja um réttindi. Við verðum einnig að fræða, setja réttindin í samhengi og ræða þá ábyrgð sem þeim fylgir. Stéttarfélögin verða að styðja við félagsfólk í veikindum, en um leið sýna festu í því að hvetja fólk aftur til starfa. Með því að færa fókusinn frá passívri aðstoð yfir í virkni, endurkomu og ábyrgð styrkjum við bæði einstaklingana og kerfið í heild. Það krefst skýrrar stefnu, samfellds samtals og hugrekkis til að hvetja fólk áfram. Jafnvel þegar það er óþægilegt. Höfundur er verkefnastjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Visku stéttarfélagi háskólamenntaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Sjá meira
Hjá Visku stéttarfélagi er virkni og endurkoma kjarninn í allri ráðgjöf um veikindarétt á vinnumarkaði. Markmiðið er einfalt; að félagsfólk nýti réttinn með það fyrir augum að ná bata og komast aftur til virkrar þátttöku í lífi og starfi. Áhersla er lögð á samtal, snemmtækan stuðning og raunhæfa áætlun um endurkomu. Við sem störfum fyrir stéttarfélög berum ábyrgð á að útskýra þennan tilgang veikindaréttarins skýrt. Það eru hagsmunir félagsfólks og hagsmunir samfélagsins alls. Veikindaréttur sem leið aftur út í lífið Veikindaréttur er einn af hornsteinum íslensks vinnumarkaðskerfis. Hann byggir á þeirri grundvallarhugmynd að samfélagið standi með einstaklingnum þegar heilsan bregst. Sá stuðningur á þó ekki að snúast um að halda fólki utan vinnumarkaðar lengur en nauðsynlegt er, heldur að skapa skilyrði fyrir bata, virkni og endurkomu. Reynslan sýnir að vinna getur verið verndandi þáttur gegn einangrun og einmanaleika. Fyrir marga er tenging við vinnustað, samstarfsfólk og hlutverk mikilvægur hluti af bataferlinu. Þess vegna leggur Viska áherslu á að horfa á veikindarétt ekki eingöngu sem aðstoð við fólk í veikindum, heldur sem aðstoð við að koma fólki aftur út í lífið. Þar skiptir máli að samtal hefjist snemma, að væntingar séu skýrar og að endurkoma sé skipulögð í skrefum, í takt við getu hvers og eins. Stéttarfélög þurfa að feta einstigi í þessari nálgun; að styðja félagsfólk í veikindum, en um leið sýna festu í því að hvetja fólk aftur til starfa þegar það er raunhæft. Slík nálgun er ekki skortur á samkennd, heldur þjónar hún fyrst og fremst hagsmunum einstaklinganna sjálfra. Ákall til annarra stéttarfélaga Ef við viljum halda í öflugt og réttlátt vinnumarkaðskerfi verðum við að horfa á veikindaréttinn sem það sem hann er; tímabundna, sameiginlega fjárfestingu í heilsu og starfsgetu. Stéttarfélögin bera ábyrgð á að hann þjóni tilgangi sínum. Viska stéttarfélag hvetur önnur stéttarfélög til að fræða félagsfólk um tilurð og tilgang veikindaréttarins. Það er ekki nóg að semja um réttindi. Við verðum einnig að fræða, setja réttindin í samhengi og ræða þá ábyrgð sem þeim fylgir. Stéttarfélögin verða að styðja við félagsfólk í veikindum, en um leið sýna festu í því að hvetja fólk aftur til starfa. Með því að færa fókusinn frá passívri aðstoð yfir í virkni, endurkomu og ábyrgð styrkjum við bæði einstaklingana og kerfið í heild. Það krefst skýrrar stefnu, samfellds samtals og hugrekkis til að hvetja fólk áfram. Jafnvel þegar það er óþægilegt. Höfundur er verkefnastjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Visku stéttarfélagi háskólamenntaðra.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun