Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar 26. janúar 2026 13:01 Undanfarin ár hefur líftækni orðið ein af burðarstoðum íslensks efnahagslífs. Útflutningur lyfja og líftæknitengdra vara hefur vaxið hratt og er í dag einn stærsti einstaki útflutningsflokkur landsins. Sú þróun hefur ekki orðið af sjálfu sér, heldur byggir hún á áratuga vinnu, mikilli þekkingu og því að hér á landi hefur tekist að byggja upp fyrirtæki sem standast alþjóðlegan samanburð. Alvotech og Kerecis eru góð dæmi um slíkan árangur og eru til marks um raunverulega burði Íslands til að taka þátt í alþjóðlegri þróun líftækni, ef rétt er haldið á spilunum. Næsta kynslóð þarf réttar aðstæður Hugvitið er til staðar. Ungt, öflugt fólk með sterkar hugmyndir er til staðar. Það sem hefur hins vegar oft vantað er aðgangur að aðstöðu, sérþekkingu og umhverfi þar sem vísindi, nýsköpun og atvinnulíf mætast á jafnræðisgrundvelli, en þar liggur stóra verkefnið. Slík uppbygging er nauðsynleg, enda er líftækni þekkingarfrek grein sem krefst bæði þolinmæði, aðgangs að sérhæfðri og dýrri aðstöðu og virks samtals milli vísinda og markaðar. Líftæknin þarf réttar aðstæður til að vaxa og dafna, en ef réttu skilyrði eru ekki til staðar hér heima getur einfaldlega farið svo að hugvitið leiti annað. Ef það gerist flytjast hugmyndir, verkefni og að endingu verðmætasköpun úr landi. Fruman sem undirstaða, ekki skammtímalausn Fruman líftæknisetur var stofnað einmitt með þetta í huga. Setrið er svar við þeirri áskorun sem blasir við, þar sem markmiðið er að skapa samfellu og aðstæður fyrir næstu kynslóð líftækniverkefna. Meginhlutverk setursins er að vera innviður fyrir íslenska líftækni; vettvangur þar sem frumkvöðlar, sprotafyrirtæki, fræðasamfélagið og rótgróinn iðnaður geta starfað samhliða og byggt upp þekkingu sem nýtist til raunverulegrar verðmætasköpunar. Í Frumunni eru fjórar meginstoðir sem vinna að sama markmiði. Nýsköpunarsetur styður frumkvöðla frá hugmyndastigi með aðgangi að sérþekkingu og tengslaneti. Fruman Lab veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgang að rannsóknum og prófunum sem ella væru þeim óaðgengilegar. Akademían tengir saman fræðasamfélagið og atvinnulífið með markvissri hæfniuppbyggingu, á meðan líftæknisjóður Frumunnar styður verkefni á mismunandi þróunarstigum með áherslu á langtíma verðmætasköpun. Gulleggið sem fyrsta skref í líftækni Í þessu samhengi skiptir frumkvöðlasamkeppni á borð við Gulleggið miklu máli. Gulleggið hefur um árabil verið einn mikilvægasti inngangur nýrra hugmynda inn í íslenskt nýsköpunarumhverfi og hefur veitt frumkvöðlum vettvang til að móta og prófa hugmyndir sínar. Með nýju samstarfi Klaks, Frumunnar og Alvotech er markmiðið að styrkja sérstaklega farveg líftækniverkefna. Fruman og Alvotech eru nú bakhjarlar Gulleggsins og munu veita sérstök verðlaun fyrir besta verkefnið á sviði líftækni, með það að markmiði að styðja verkefni sem hafa burði til raunverulegrar uppbyggingar hér á landi. Tengingin milli Gulleggsins og Frumunnar skapar þannig skýrari samfellu frá hugmynd og fyrstu mótun yfir í aðgang að aðstöðu, sérþekkingu og tengslaneti sem þarf til að koma verkefnum upp á næsta stig. Val sem ræður framtíðinni Ef Ísland ætlar sér raunverulegt hlutverk í alþjóðlegri líftækniþróun dugar ekki að treysta eingöngu á einstaka vel heppnuð fyrirtæki eða tilfallandi árangur þeirra. Það sem skiptir höfuðmáli er hvort við byggjum upp varanlega innviði sem gera næstu kynslóð fyrirtækja kleift að vaxa, þróast og dafna hér heima. Fruman er eitt af þeim skrefum sem tekin eru í þessa átt og er hún hluti af stærra vistkerfi þar sem um er að ræða sameiginlega ábyrgð. Fyrir þá sem búa yfir hugmyndum á sviði líftækni er Gulleggið tilvalinn inngangur inn í þetta vistkerfi, en þar hefst ferðalag sem Fruman er tilbúin að styðja áfram. Val okkar núna ræður því hvort íslenskt hugvit í líftækni verði áfram undirstaða verðmætasköpunar hér á landi eða hvort næstu stórskref verði tekin annars staðar. Höfundur er framkvæmdarstjóri Frumunnar líftækniseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líftækni Nýsköpun Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Handboltaangistin Fastir pennar Skoðun Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur líftækni orðið ein af burðarstoðum íslensks efnahagslífs. Útflutningur lyfja og líftæknitengdra vara hefur vaxið hratt og er í dag einn stærsti einstaki útflutningsflokkur landsins. Sú þróun hefur ekki orðið af sjálfu sér, heldur byggir hún á áratuga vinnu, mikilli þekkingu og því að hér á landi hefur tekist að byggja upp fyrirtæki sem standast alþjóðlegan samanburð. Alvotech og Kerecis eru góð dæmi um slíkan árangur og eru til marks um raunverulega burði Íslands til að taka þátt í alþjóðlegri þróun líftækni, ef rétt er haldið á spilunum. Næsta kynslóð þarf réttar aðstæður Hugvitið er til staðar. Ungt, öflugt fólk með sterkar hugmyndir er til staðar. Það sem hefur hins vegar oft vantað er aðgangur að aðstöðu, sérþekkingu og umhverfi þar sem vísindi, nýsköpun og atvinnulíf mætast á jafnræðisgrundvelli, en þar liggur stóra verkefnið. Slík uppbygging er nauðsynleg, enda er líftækni þekkingarfrek grein sem krefst bæði þolinmæði, aðgangs að sérhæfðri og dýrri aðstöðu og virks samtals milli vísinda og markaðar. Líftæknin þarf réttar aðstæður til að vaxa og dafna, en ef réttu skilyrði eru ekki til staðar hér heima getur einfaldlega farið svo að hugvitið leiti annað. Ef það gerist flytjast hugmyndir, verkefni og að endingu verðmætasköpun úr landi. Fruman sem undirstaða, ekki skammtímalausn Fruman líftæknisetur var stofnað einmitt með þetta í huga. Setrið er svar við þeirri áskorun sem blasir við, þar sem markmiðið er að skapa samfellu og aðstæður fyrir næstu kynslóð líftækniverkefna. Meginhlutverk setursins er að vera innviður fyrir íslenska líftækni; vettvangur þar sem frumkvöðlar, sprotafyrirtæki, fræðasamfélagið og rótgróinn iðnaður geta starfað samhliða og byggt upp þekkingu sem nýtist til raunverulegrar verðmætasköpunar. Í Frumunni eru fjórar meginstoðir sem vinna að sama markmiði. Nýsköpunarsetur styður frumkvöðla frá hugmyndastigi með aðgangi að sérþekkingu og tengslaneti. Fruman Lab veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgang að rannsóknum og prófunum sem ella væru þeim óaðgengilegar. Akademían tengir saman fræðasamfélagið og atvinnulífið með markvissri hæfniuppbyggingu, á meðan líftæknisjóður Frumunnar styður verkefni á mismunandi þróunarstigum með áherslu á langtíma verðmætasköpun. Gulleggið sem fyrsta skref í líftækni Í þessu samhengi skiptir frumkvöðlasamkeppni á borð við Gulleggið miklu máli. Gulleggið hefur um árabil verið einn mikilvægasti inngangur nýrra hugmynda inn í íslenskt nýsköpunarumhverfi og hefur veitt frumkvöðlum vettvang til að móta og prófa hugmyndir sínar. Með nýju samstarfi Klaks, Frumunnar og Alvotech er markmiðið að styrkja sérstaklega farveg líftækniverkefna. Fruman og Alvotech eru nú bakhjarlar Gulleggsins og munu veita sérstök verðlaun fyrir besta verkefnið á sviði líftækni, með það að markmiði að styðja verkefni sem hafa burði til raunverulegrar uppbyggingar hér á landi. Tengingin milli Gulleggsins og Frumunnar skapar þannig skýrari samfellu frá hugmynd og fyrstu mótun yfir í aðgang að aðstöðu, sérþekkingu og tengslaneti sem þarf til að koma verkefnum upp á næsta stig. Val sem ræður framtíðinni Ef Ísland ætlar sér raunverulegt hlutverk í alþjóðlegri líftækniþróun dugar ekki að treysta eingöngu á einstaka vel heppnuð fyrirtæki eða tilfallandi árangur þeirra. Það sem skiptir höfuðmáli er hvort við byggjum upp varanlega innviði sem gera næstu kynslóð fyrirtækja kleift að vaxa, þróast og dafna hér heima. Fruman er eitt af þeim skrefum sem tekin eru í þessa átt og er hún hluti af stærra vistkerfi þar sem um er að ræða sameiginlega ábyrgð. Fyrir þá sem búa yfir hugmyndum á sviði líftækni er Gulleggið tilvalinn inngangur inn í þetta vistkerfi, en þar hefst ferðalag sem Fruman er tilbúin að styðja áfram. Val okkar núna ræður því hvort íslenskt hugvit í líftækni verði áfram undirstaða verðmætasköpunar hér á landi eða hvort næstu stórskref verði tekin annars staðar. Höfundur er framkvæmdarstjóri Frumunnar líftækniseturs.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar