Körfubolti

Elvar og fé­lagar köstuðu frá sér sigrinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson og félagar klúðruðu unnum leik í kvöld.
Elvar Már Friðriksson og félagar klúðruðu unnum leik í kvöld. Getty/Marcin Golba

Elvar Már Friðriksson og félagar í Anwil Wloclawek hentu frá sér svo gott sem unnum leik í pólsku körfuboltadeildinni í dag.

Anwil virtist verða að landa sigri á GTK Gliwice þegar allt fór í baklás undir lok leiksins. Gliwice kom til baka og vann leikinn 87-86.

Anwil var níu stigum yfir rúmum þremur mínútum fyrir leikslok en heimamönnum tókst að snúa leiknum við og tryggja sér sigurinn með því að vinna lokakaflann 12-2.

Elvar fékk á sig ruðning sekúndu fyrir leikslok sem fór endanlega með vonir hans liðs.

Elvar skilaði tíu stigum, sjö stoðsendingum og fjórum stolnum boltum á 24 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×