Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 23. janúar 2026 11:00 Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram á morgun, laugardaginn 24 janúar. Margt gott fólk hefur boðið sig fram til að verða kjörnir fulltrúar Reykvíkinga og fylgja stefnu jafnaðarmanna næstu fjögur árin. Það er fagnaðarefni, enda er mikið í húfi. Einn frambjóðendanna er Birkir Ingibjartsson arkitekt og verkfræðingur. Hann er ástríðufullur áhugamaður um uppbyggingu borgarinnar og mannlífið sem blómstrar í þéttum og vel skipulögðum borgum. Hann býr yfir umtalsverðri þekkingu og er auk þess bæði hugmyndaríkur og hugrakkur. Hann er að mínum dómi sannkallaður happafengur fyrir Samfylkinguna og alla Reykvíkinga. Ég styð hann heilshugar og vona að sem flestir geri það. Reykjavík er á mikilvægu umbreytingarskeiði. Aðalskipulag borgarinnar 2040 felur í sér þá stefnu að í stað sífelldrar útþenslu byggðarinnar, og tilheyrandi umferðateppum, byggist borgin upp inn á við. Við það styttast vegalengdir milli manna, milli heimilis og vinnu og leiðin út í búð. Þétting byggðarinnar er forsenda þess að hverfin sem við búum í séu sjálfbær. Að það sé stutt í alla þjónustu. Það er líka meira stuð í þéttum borgum en dreifðum. Það er einfaldlega meira gaman að vera saman en sundur. Skilvirkar og vistvænar samgöngur eru lykilatriði í skipulaginu. Undanfarin ár hafur verið lagt þéttriðið net hjólreiðastíga um borgina Eftir örfá misseri eigum við Reykvíkingar þess kost að fara hratt á milli staða á helstu stofnleiðum með nýju hraðvagnakerfi sem kallast Borgarlína og keyrir eftir sérakreinaum. Framkvæmdir eru hafnar við fyrstu lotu kerfisins sem er 17 kílómetrar. Hún liggur frá Hamraborg í Kópavogi, yfir Fossvogsbrú, framhjá HR og HÍ, gegnum miðborgina upp Hverfisgötu og Suðurlandsbraut og upp á Ártúnshöfða. Ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Ég treysti engum betur en Birki Ingibjartssyni til að tala fyrir þessum mikilvægu verkefnum næstu misserin. Áfram Birkir, áfram Reykjavík. Höfundur er fráfarandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram á morgun, laugardaginn 24 janúar. Margt gott fólk hefur boðið sig fram til að verða kjörnir fulltrúar Reykvíkinga og fylgja stefnu jafnaðarmanna næstu fjögur árin. Það er fagnaðarefni, enda er mikið í húfi. Einn frambjóðendanna er Birkir Ingibjartsson arkitekt og verkfræðingur. Hann er ástríðufullur áhugamaður um uppbyggingu borgarinnar og mannlífið sem blómstrar í þéttum og vel skipulögðum borgum. Hann býr yfir umtalsverðri þekkingu og er auk þess bæði hugmyndaríkur og hugrakkur. Hann er að mínum dómi sannkallaður happafengur fyrir Samfylkinguna og alla Reykvíkinga. Ég styð hann heilshugar og vona að sem flestir geri það. Reykjavík er á mikilvægu umbreytingarskeiði. Aðalskipulag borgarinnar 2040 felur í sér þá stefnu að í stað sífelldrar útþenslu byggðarinnar, og tilheyrandi umferðateppum, byggist borgin upp inn á við. Við það styttast vegalengdir milli manna, milli heimilis og vinnu og leiðin út í búð. Þétting byggðarinnar er forsenda þess að hverfin sem við búum í séu sjálfbær. Að það sé stutt í alla þjónustu. Það er líka meira stuð í þéttum borgum en dreifðum. Það er einfaldlega meira gaman að vera saman en sundur. Skilvirkar og vistvænar samgöngur eru lykilatriði í skipulaginu. Undanfarin ár hafur verið lagt þéttriðið net hjólreiðastíga um borgina Eftir örfá misseri eigum við Reykvíkingar þess kost að fara hratt á milli staða á helstu stofnleiðum með nýju hraðvagnakerfi sem kallast Borgarlína og keyrir eftir sérakreinaum. Framkvæmdir eru hafnar við fyrstu lotu kerfisins sem er 17 kílómetrar. Hún liggur frá Hamraborg í Kópavogi, yfir Fossvogsbrú, framhjá HR og HÍ, gegnum miðborgina upp Hverfisgötu og Suðurlandsbraut og upp á Ártúnshöfða. Ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Ég treysti engum betur en Birki Ingibjartssyni til að tala fyrir þessum mikilvægu verkefnum næstu misserin. Áfram Birkir, áfram Reykjavík. Höfundur er fráfarandi borgarfulltrúi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun