Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar 22. janúar 2026 09:45 Öllum almenningi er ljóst að endurræsa þarf menntakerfið. 40% nemenda eru ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ár í leikskóla. Kerfið er dýrt en skilar langt frá því þeim árangri sem börnin okkar eiga rétt á. Í umræðunni síðustu mánuði hefur hver höndin verið uppi á móti annarri og ýmsu haldið fram sem venjulegt fólk finnur að stenst ekki. Ýmsir ,,fræðimenn“ þvæla og þykjast vita, en staðan versnar samt ár frá ári. Fólk sér í gegnum þetta, það er ekki fífl. Síðastliðin rúm 20 ár hefur grafið um sig, í menntakerfinu, vírus sem hefur fengið að dafna að mestu óáreittur. Þetta gerðist hægt og rólega, þannig að margir stjórnmálamenn, allra flokka, brugðust ekki við með réttum hætti þrátt fyrir mikla ábyrgð. Það eru ekki ýkja margir einstaklingar sem breiða út vírusinn, en þeir eru valdamiklir og hafa stýrt ferð menntakerfisins, ásamt fylgihnöttum sínum, í þágu eigin valda en ekki barnanna okkar. Það er nefnilega fólk sem stýrir því í hvað tíma og fjármagni er varið, ekki andlitslaust kerfi. Þetta fólk er m.a. að finna í ráðuneytum, stofnunum, háskólum og samtökum, og sumt af því hefur varið ríkjandi stöðu og völd með blaðaskrifum og viðtölum. Hefur einhver orðið var við að þessir valdamenn hafi síðastliðin 20 ár sagt:„Við eigum hlut í stöðu menntakerfisins. Við berum ábyrgð.“ Enginn hefur axlað ábyrgð á stöðunni en margir tilbúnir að verja ríkjandi stöðu, sjálfsmynd sína og eigin völd. Kennarar hafa þurft að þola þetta árum saman. Það veldur vanlíðan að leggja hart að sér og námsárangur mælist ítrekað lítill. Það er niðurbrjótandi að vinna eftir dagskrá/aðalnámskrá sem er óskýr, villandi og sundrandi. Langflestir kennarar eru hugsjónamenn en vinna við ómögulegar aðstæður á köflum og eiga svo miklu betra skilið. Vírusinn festi rætur fyrir um 20 árum og hefur smitað kerfið víða. Með endurræsingu myndum við uppfæra stöðuna, setja inn nýtt vírusvarnarforrit og hreinsa sérhagsmunina út. Þetta er ekki skyndilausn heldur heildarlausn sem þarf ekki að kosta mikið og myndi leysa kennarana og menntakerfið úr viðjum þeirra sem hafa slegið eignarrétti sínum á það. Sem betur fer hafa skólar blótað í laumi og unnið utan kerfisins og árangurinn er eftir því: Mikill námsárangur, góð líðan nemenda, ánægðir foreldrar og lágur kostnaður. Þetta er hægt – en þá þarf að endurræsa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Öllum almenningi er ljóst að endurræsa þarf menntakerfið. 40% nemenda eru ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ár í leikskóla. Kerfið er dýrt en skilar langt frá því þeim árangri sem börnin okkar eiga rétt á. Í umræðunni síðustu mánuði hefur hver höndin verið uppi á móti annarri og ýmsu haldið fram sem venjulegt fólk finnur að stenst ekki. Ýmsir ,,fræðimenn“ þvæla og þykjast vita, en staðan versnar samt ár frá ári. Fólk sér í gegnum þetta, það er ekki fífl. Síðastliðin rúm 20 ár hefur grafið um sig, í menntakerfinu, vírus sem hefur fengið að dafna að mestu óáreittur. Þetta gerðist hægt og rólega, þannig að margir stjórnmálamenn, allra flokka, brugðust ekki við með réttum hætti þrátt fyrir mikla ábyrgð. Það eru ekki ýkja margir einstaklingar sem breiða út vírusinn, en þeir eru valdamiklir og hafa stýrt ferð menntakerfisins, ásamt fylgihnöttum sínum, í þágu eigin valda en ekki barnanna okkar. Það er nefnilega fólk sem stýrir því í hvað tíma og fjármagni er varið, ekki andlitslaust kerfi. Þetta fólk er m.a. að finna í ráðuneytum, stofnunum, háskólum og samtökum, og sumt af því hefur varið ríkjandi stöðu og völd með blaðaskrifum og viðtölum. Hefur einhver orðið var við að þessir valdamenn hafi síðastliðin 20 ár sagt:„Við eigum hlut í stöðu menntakerfisins. Við berum ábyrgð.“ Enginn hefur axlað ábyrgð á stöðunni en margir tilbúnir að verja ríkjandi stöðu, sjálfsmynd sína og eigin völd. Kennarar hafa þurft að þola þetta árum saman. Það veldur vanlíðan að leggja hart að sér og námsárangur mælist ítrekað lítill. Það er niðurbrjótandi að vinna eftir dagskrá/aðalnámskrá sem er óskýr, villandi og sundrandi. Langflestir kennarar eru hugsjónamenn en vinna við ómögulegar aðstæður á köflum og eiga svo miklu betra skilið. Vírusinn festi rætur fyrir um 20 árum og hefur smitað kerfið víða. Með endurræsingu myndum við uppfæra stöðuna, setja inn nýtt vírusvarnarforrit og hreinsa sérhagsmunina út. Þetta er ekki skyndilausn heldur heildarlausn sem þarf ekki að kosta mikið og myndi leysa kennarana og menntakerfið úr viðjum þeirra sem hafa slegið eignarrétti sínum á það. Sem betur fer hafa skólar blótað í laumi og unnið utan kerfisins og árangurinn er eftir því: Mikill námsárangur, góð líðan nemenda, ánægðir foreldrar og lágur kostnaður. Þetta er hægt – en þá þarf að endurræsa. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar