Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar 19. janúar 2026 10:47 Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Alþjóðlegir streymis- og auglýsingarisar starfa hér án þess að á þá séu lagðar sambærilegar kvaðir og á íslensk fjölmiðlafyrirtæki sem sinna hér mikilvægu menningarlegu hlutverki og lýðræðislegri umræðu. Samhliða þessu búa innlendir einkareknir miðlar við harða samkeppni á auglýsingamarkaði, ekki bara við ríkisrekinn fjölmiðil heldur má ætla að um helmingur alls sem auglýst er fyrir á Íslandi fari til fyrrnefndra tæknirisa eða um 13. MA kr. Þar að auki hefur ólögmæt dreifing efnis aukist og felur í sér raunverulega áhættu fyrir rekstur fjölmiðla. Þessi þróun kallar óhjákvæmilega á endurskoðun rekstrarumhverfis fjölmiðla með það að markmiði að tryggja jafnræði í samkeppni og standa vörð um íslenska menningu og tungu. Nýverið gaf menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið út aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla. Þegar hún er skoðuð í heild kemur í ljós að þar er að finna aðgerðir sem eru skynsamlegar og framkvæmanlegar, aðrar sem eru torveldar í framkvæmd og sumar sem virðast ganga þvert á þau markmið sem þeim er ætlað að ná. Menningarframlag Í þessu samhengi vekur fyrirhugað svokallað menningarframlag áhyggjur. Með frumvarpinu er lagt til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði 5% framlag af áskriftarveltu á Íslandi, með möguleika á lækkun skattstofns gegn fjárfestingum í innlendu efni. Sú nálgun, að tengja skyldur við hvata til fjárfestinga, er í sjálfu sér skynsamleg og í takt við það sem gert hefur verið í nágrannaríkjum við innleiðingu evrópskrar löggjafar. Vandinn liggur annars vegar í skilgreiningunni á því hvaða fjárfestingar teljast frádráttarbærar frá þessum nýja skatti og hins vegar þeirri umsýslu sem þessi nýi skattur krefst. Samkvæmt frumvarpinu telst hvorki framleiðsla á fréttatengdu efni né framleiðsla á íþróttatengdu efni til innlendrar framleiðslu í þessum skilningi. Þetta er verulega skökk nálgun. Þessi efnistegund er kjarninn í þeirri reglubundnu, ritstjórnarlegu miðlun sem stór hluti íslenskrar fjölmiðlunar byggir á og krefst stöðugleika og langtímafjárfestinga. Þar að auki er ekki hægt að neita því að íþróttir eru orðnar órjúfanlegur hluti af menningu okkar Íslendinga og umfjöllun um íþróttir er því mikilvægur liður í því að ýta undir áhuga á íþróttum og aukna þátttöku. Aukin skattbyrði á Sýn Afleiðingin er sú að Sýn, einn stærsti framleiðandi íslensks efnis á Íslandi, stendur því mögulega frammi fyrir því að bera verulega aukna skattbyrði þrátt fyrir umfangsmiklar fjárfestingar í íslenskri þáttagerð, fréttum og íþróttaefni. Þá er ótalinn umtalsverður umsýslukostnaður sem þessi sértæki skattur myndi hafa í för með sér. Þessi viðbótarkostnaður myndi eingöngu leggjast á innlenda aðila á meðan áhrifin á alþjóðlega risa eru hverfandi vegna stærðar þeirra. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að Ríkisútvarpið sé undanþegið greiðslu menningarframlags. Sú undanþága, ásamt sértækri skattlagningu einkarekinna fjölmiðla í samkeppni bæði við erlenda aðila og ríkismiðil, gengur þvert gegn markmiðum um jafnræði á fjölmiðlamarkaði ekki síst í ljósi þess að RÚV nýtur bæði verulegra opinberra framlaga og heimildar til auglýsingasölu. Slík samsetning er einsdæmi á Norðurlöndum. Jafnræði í samkeppni? Ef markmiðið er raunverulega að efla íslenska menningu og íslenska tungu þarf að fara aðrar leiðir. Öll íslensk framleiðsla sem lýtur að ritstjórn, þar á meðal fréttir og íþróttaefni, ætti að teljast gjaldgeng sem bein fjárfesting til lækkunar menningarframlags. Með því væri komið í veg fyrir ómálefnalega mismunun á grundvelli efnistegundar og tryggt að þeir sem fjárfesta í íslensku efni séu hvattir til frekari fjárfestinga. Frumvarpið hér gengur hins vegar lengra en evrópskar tilskipanir krefjast og felur í sér óþarfa gullhúðun. Í þessu samhengi höfum við áður bent á þrjár lykilleiðir: að takmarka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, að nýta fyrirmyndir frá nágrannaríkjum þar sem einkareknir fjölmiðlar njóta stuðnings fyrir skýrt skilgreint samfélagslegt hlutverk, og að afnema óþarfa takmarkanir á innlenda miðla sem alþjóðlegir tæknirisar þurfa ekki að hlíta. Við viljum sjá rekstrarumhverfi sem hvetur til fjárfestinga í íslensku efni, tryggir jafnræði og er fyrirsjáanlegt til framtíðar. Með slíku regluverki náum við best þeim markmiðum sem allir eru sammála um: að styrkja íslenska menningu, íslenska tungu og fjölmiðlun sem gegnir lykilhlutverki í samfélaginu. Fyrirliggjandi aðgerðaáætlun er góðra gjalda verð en heildarsýnin er óljós þegar kemur að því hvernig tryggja eigi sjálfbæran rekstur þeirra innviða sem reglubundin og samfélagslega mikilvæg fjölmiðlun byggir á til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herdís Dröfn Fjeldsted Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Bíó og sjónvarp Skattar, tollar og gjöld Ríkisútvarpið Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Alþjóðlegir streymis- og auglýsingarisar starfa hér án þess að á þá séu lagðar sambærilegar kvaðir og á íslensk fjölmiðlafyrirtæki sem sinna hér mikilvægu menningarlegu hlutverki og lýðræðislegri umræðu. Samhliða þessu búa innlendir einkareknir miðlar við harða samkeppni á auglýsingamarkaði, ekki bara við ríkisrekinn fjölmiðil heldur má ætla að um helmingur alls sem auglýst er fyrir á Íslandi fari til fyrrnefndra tæknirisa eða um 13. MA kr. Þar að auki hefur ólögmæt dreifing efnis aukist og felur í sér raunverulega áhættu fyrir rekstur fjölmiðla. Þessi þróun kallar óhjákvæmilega á endurskoðun rekstrarumhverfis fjölmiðla með það að markmiði að tryggja jafnræði í samkeppni og standa vörð um íslenska menningu og tungu. Nýverið gaf menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið út aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla. Þegar hún er skoðuð í heild kemur í ljós að þar er að finna aðgerðir sem eru skynsamlegar og framkvæmanlegar, aðrar sem eru torveldar í framkvæmd og sumar sem virðast ganga þvert á þau markmið sem þeim er ætlað að ná. Menningarframlag Í þessu samhengi vekur fyrirhugað svokallað menningarframlag áhyggjur. Með frumvarpinu er lagt til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði 5% framlag af áskriftarveltu á Íslandi, með möguleika á lækkun skattstofns gegn fjárfestingum í innlendu efni. Sú nálgun, að tengja skyldur við hvata til fjárfestinga, er í sjálfu sér skynsamleg og í takt við það sem gert hefur verið í nágrannaríkjum við innleiðingu evrópskrar löggjafar. Vandinn liggur annars vegar í skilgreiningunni á því hvaða fjárfestingar teljast frádráttarbærar frá þessum nýja skatti og hins vegar þeirri umsýslu sem þessi nýi skattur krefst. Samkvæmt frumvarpinu telst hvorki framleiðsla á fréttatengdu efni né framleiðsla á íþróttatengdu efni til innlendrar framleiðslu í þessum skilningi. Þetta er verulega skökk nálgun. Þessi efnistegund er kjarninn í þeirri reglubundnu, ritstjórnarlegu miðlun sem stór hluti íslenskrar fjölmiðlunar byggir á og krefst stöðugleika og langtímafjárfestinga. Þar að auki er ekki hægt að neita því að íþróttir eru orðnar órjúfanlegur hluti af menningu okkar Íslendinga og umfjöllun um íþróttir er því mikilvægur liður í því að ýta undir áhuga á íþróttum og aukna þátttöku. Aukin skattbyrði á Sýn Afleiðingin er sú að Sýn, einn stærsti framleiðandi íslensks efnis á Íslandi, stendur því mögulega frammi fyrir því að bera verulega aukna skattbyrði þrátt fyrir umfangsmiklar fjárfestingar í íslenskri þáttagerð, fréttum og íþróttaefni. Þá er ótalinn umtalsverður umsýslukostnaður sem þessi sértæki skattur myndi hafa í för með sér. Þessi viðbótarkostnaður myndi eingöngu leggjast á innlenda aðila á meðan áhrifin á alþjóðlega risa eru hverfandi vegna stærðar þeirra. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að Ríkisútvarpið sé undanþegið greiðslu menningarframlags. Sú undanþága, ásamt sértækri skattlagningu einkarekinna fjölmiðla í samkeppni bæði við erlenda aðila og ríkismiðil, gengur þvert gegn markmiðum um jafnræði á fjölmiðlamarkaði ekki síst í ljósi þess að RÚV nýtur bæði verulegra opinberra framlaga og heimildar til auglýsingasölu. Slík samsetning er einsdæmi á Norðurlöndum. Jafnræði í samkeppni? Ef markmiðið er raunverulega að efla íslenska menningu og íslenska tungu þarf að fara aðrar leiðir. Öll íslensk framleiðsla sem lýtur að ritstjórn, þar á meðal fréttir og íþróttaefni, ætti að teljast gjaldgeng sem bein fjárfesting til lækkunar menningarframlags. Með því væri komið í veg fyrir ómálefnalega mismunun á grundvelli efnistegundar og tryggt að þeir sem fjárfesta í íslensku efni séu hvattir til frekari fjárfestinga. Frumvarpið hér gengur hins vegar lengra en evrópskar tilskipanir krefjast og felur í sér óþarfa gullhúðun. Í þessu samhengi höfum við áður bent á þrjár lykilleiðir: að takmarka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, að nýta fyrirmyndir frá nágrannaríkjum þar sem einkareknir fjölmiðlar njóta stuðnings fyrir skýrt skilgreint samfélagslegt hlutverk, og að afnema óþarfa takmarkanir á innlenda miðla sem alþjóðlegir tæknirisar þurfa ekki að hlíta. Við viljum sjá rekstrarumhverfi sem hvetur til fjárfestinga í íslensku efni, tryggir jafnræði og er fyrirsjáanlegt til framtíðar. Með slíku regluverki náum við best þeim markmiðum sem allir eru sammála um: að styrkja íslenska menningu, íslenska tungu og fjölmiðlun sem gegnir lykilhlutverki í samfélaginu. Fyrirliggjandi aðgerðaáætlun er góðra gjalda verð en heildarsýnin er óljós þegar kemur að því hvernig tryggja eigi sjálfbæran rekstur þeirra innviða sem reglubundin og samfélagslega mikilvæg fjölmiðlun byggir á til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun