Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2026 13:30 Elon Musk hefur gert samfélagsmiðilinn X að einum stærsta vettvangi kynferðislegs efnis af börnum og konum gegn vilja þeirra á netinu á örskömmum tíma. Hann sakar gagnrýnendur þess um ritskoðunartilburði. AP/Evan Vucci Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. Framleiðsla Grok, gervigreindarspjallmennis X, á kynferðislegum myndum af konum og börnum að beiðni notenda miðilsins hefur vakið hneykslan og harða gagnrýni undanfarnar vikur. X hefur ekki gripið til annarra aðgerða til þess að stemma stigu við myndaframleiðslunni en að hvetja notendur sínar til þess að nota Grok ekki á þennan hátt og síðan að leyfa aðeins áskrifendum sem greiða fyrir þjónustuna að framleiða þær. Ýmsar glufur eru þó sagðar á þeim takmörkunum. Yfirvöld í bæði Malasíu og Indónesíu lokuðu tímabundið fyrir aðgang að Grok vegna kynferðislegu myndanna um helgina. Nú segir Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, að stofnunin hafi hafið rannsókn á hvort að X hafi ekki orðið tímanlega við kröfum um að slíkt kynferðislegt efni eftir að fyrirtækinu var bent á það og ekki gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að breskir notendur yrðu úsettir fyrir því. Telji stofnunin að X hafi brotið bresk lög getur hún sektað fyrirtækið um tíu prósent af veltu á heimsvísu eða um átján milljónir punda að hámarki, jafnvirði rúmra þriggja milljarða íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins. Verði X ekki við athugasemdum Ofcom getur stofnunin farið fram á dómsúrskurð til þess að láta netþjónustufyrirtæki loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum í Bretlandi. Fórnarlömbin sætti sig ekki við neina bið Fulltrúar X hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um framferði Grok. AP-fréttastofan segir að xAI, gervigreindararmur X, hafi svarað fyrirspurn hennar með sjálfvirkum pósti: „rótgrónu fjölmiðlarnir ljúga (e. legacy media lies)“ Musk hélt því fram í röð færslna á samfélagsmiðlinum um helgina að breska ríkisstjórnin væri einungis í leit að átyllu til þess að ritskoða hann. „Þau vilja bara þagga niður í tjáningarfrelsinu,“ skrifaði Musk sem er sagður hafa þrýst á starfsmenn X á sínum tíma að sleppa beislinu af gervigreindinni. Liz Kendall, ráðherra tæknimála í bresku ríkisstjórninni, segist fagna rannsókninni og hvatti Ofcom til þess að ljúka henni sem fyrst. „Það er bráðnauðsynlegt að Ofcom ljúki þessari rannsókn fljótt vegna þess að almenningur, og fyrst og fremst fórnarlömbin, sætta sig ekki við neina bið,“ sagði Kendall í dag. Á meðal þess sem notendur X hafa gert með Grok er að láta spjallmennið eiga við mynd af líki konu sem útsendarar bandarískrar innflytjendastofnunar skutu til bana í Minneapolis í síðustu viku og afklæða það. Sömu meðferð hefur lík unglingsstúlku sem lést í eldsvoða í skíðabæ í Sviss á dögunum og eldri kona sem lifði helförina af fengið á X. Bretland X (Twitter) Gervigreind Kynferðisofbeldi Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Framleiðsla Grok, gervigreindarspjallmennis X, á kynferðislegum myndum af konum og börnum að beiðni notenda miðilsins hefur vakið hneykslan og harða gagnrýni undanfarnar vikur. X hefur ekki gripið til annarra aðgerða til þess að stemma stigu við myndaframleiðslunni en að hvetja notendur sínar til þess að nota Grok ekki á þennan hátt og síðan að leyfa aðeins áskrifendum sem greiða fyrir þjónustuna að framleiða þær. Ýmsar glufur eru þó sagðar á þeim takmörkunum. Yfirvöld í bæði Malasíu og Indónesíu lokuðu tímabundið fyrir aðgang að Grok vegna kynferðislegu myndanna um helgina. Nú segir Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, að stofnunin hafi hafið rannsókn á hvort að X hafi ekki orðið tímanlega við kröfum um að slíkt kynferðislegt efni eftir að fyrirtækinu var bent á það og ekki gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að breskir notendur yrðu úsettir fyrir því. Telji stofnunin að X hafi brotið bresk lög getur hún sektað fyrirtækið um tíu prósent af veltu á heimsvísu eða um átján milljónir punda að hámarki, jafnvirði rúmra þriggja milljarða íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins. Verði X ekki við athugasemdum Ofcom getur stofnunin farið fram á dómsúrskurð til þess að láta netþjónustufyrirtæki loka fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum í Bretlandi. Fórnarlömbin sætti sig ekki við neina bið Fulltrúar X hafa ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um framferði Grok. AP-fréttastofan segir að xAI, gervigreindararmur X, hafi svarað fyrirspurn hennar með sjálfvirkum pósti: „rótgrónu fjölmiðlarnir ljúga (e. legacy media lies)“ Musk hélt því fram í röð færslna á samfélagsmiðlinum um helgina að breska ríkisstjórnin væri einungis í leit að átyllu til þess að ritskoða hann. „Þau vilja bara þagga niður í tjáningarfrelsinu,“ skrifaði Musk sem er sagður hafa þrýst á starfsmenn X á sínum tíma að sleppa beislinu af gervigreindinni. Liz Kendall, ráðherra tæknimála í bresku ríkisstjórninni, segist fagna rannsókninni og hvatti Ofcom til þess að ljúka henni sem fyrst. „Það er bráðnauðsynlegt að Ofcom ljúki þessari rannsókn fljótt vegna þess að almenningur, og fyrst og fremst fórnarlömbin, sætta sig ekki við neina bið,“ sagði Kendall í dag. Á meðal þess sem notendur X hafa gert með Grok er að láta spjallmennið eiga við mynd af líki konu sem útsendarar bandarískrar innflytjendastofnunar skutu til bana í Minneapolis í síðustu viku og afklæða það. Sömu meðferð hefur lík unglingsstúlku sem lést í eldsvoða í skíðabæ í Sviss á dögunum og eldri kona sem lifði helförina af fengið á X.
Bretland X (Twitter) Gervigreind Kynferðisofbeldi Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira