Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. janúar 2026 23:42 Leó páfi hélt sína fyrstu „Allocutio ad Corpus Diplomaticum apud Sanctam Sedem“ ræðu fyrir helgi. Um er að ræða árlega ræðu sem páfi flytur snemma á hverju ári. AP Leó fjórtándi páfi hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu tjáningarfrelsis á Vesturlöndum. Hann segir tungutak í ætt við það sem lesa má um í skáldsögum Georgs Orwell hafa grafið um sig í samfélaginu. Óljós markmið um inngildingu séu á bak við hina nýju orðræðu, en niðurstaðan sé útskúfun þeirra sem fallast ekki á hugmyndafræðina sem liggur henni til grundvallar. Þetta kom fram í ræðu sem páfi hélt í Páfagarði fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu svokölluðu „State of the world“ ræðuna sem núverandi páfi flytur, en páfi heldur slíka ræðu á hverju ári og segir eitt og annað um stöðu heimsmála. Á ræðuna hlýða fjölmargir embættismenn á vegum Páfagarðs, og er ræðan að einhverju leyti ákveðin stefnumarkandi yfirlýsing Páfagarðs, þar sem gerð er tilraun til að lýsa skoðun páfans eða kaþólsku kirkjunnar á helstu viðfangsefnum samtímans. Tungumálið verði að vopni Auk þess að viðra áhyggjur sínar af skoðanakúgun á Vesturlöndum sagði páfi eitt og annað sem kom síður á óvart, en hann til dæmis fordæmdi fóstureyðingar og dánaraðstoð, bað fyrir friði á hinum ýmsu átakasvæðum og kallaði eftir því að leyst yrði úr ágreiningsmálum með friðsamlegum hætti. Varðandi tjáningarfrelsið sagði Leó að hin nýja orðræða væri í sífellt auknum mæli að verða að vopni í höndum þeirra sem vilja blekkja eða móðga andstæðinga sína. „Þessi gengisfelling orða og tungumálsins er iðulega réttlætt í nafni sjálfs tjáningarfrelsisins, en málið er að raunverulegt tjáningarfrelsi er einmitt tryggt með því að sjá til þess að merking tungumálsins sé skýr og hvert einasta orð eigi sér rótfestu í sannleikanum.“ Hin nýju réttindi Leó sagði að í stóra samhenginu væri umrædd skoðanakúgun liður í skerðingu mannréttinda í þágu þess sem hann kallaði „hin svokölluðu nýju réttindi.“ Raunveruleg mannréttindi væru til að mynda tjáningarfrelsi, rétturinn til að eiga eigin samvisku, trúarlegt frelsi og rétturinn til lífs. Hann lýsti áhyggjum sínum yfir því að læknar og hjúkrunarfræðingar víða um heim væru þvingaðir til að framkvæma aðgerðir sem þeir vildu ekki gera, á borð við fóstureyðingar og að veita dánaraðstoð. Sagði hann að slíkt fæli í sér brot gegn trúfrelsi þeirra og frelsi þeirra til eigin samvisku. „Eins og staðan er í dag, eru þessi réttindi fótum troðin jafnvel í ríkjum sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi.“ Ofangreind dæmi sagði hann til marks um aukna tilhneigingu yfirvalda á Vesturlöndum til að reka ákveðna valdboðsstefnu, þar sem mannréttindi sem gefin væru fólki af guðs náð væru í auknum mæli fótum troðin. Óhjákvæmileg niðurstaða slíkrar dvínandi virðingar fyrir mannréttindum væri kúgun og valdbeiting stjórnvalda. Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni hér, eða horfa á hana í spilaranum hér að neðan: Leó fjórtándi páfi Páfagarður Trúmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu sem páfi hélt í Páfagarði fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu svokölluðu „State of the world“ ræðuna sem núverandi páfi flytur, en páfi heldur slíka ræðu á hverju ári og segir eitt og annað um stöðu heimsmála. Á ræðuna hlýða fjölmargir embættismenn á vegum Páfagarðs, og er ræðan að einhverju leyti ákveðin stefnumarkandi yfirlýsing Páfagarðs, þar sem gerð er tilraun til að lýsa skoðun páfans eða kaþólsku kirkjunnar á helstu viðfangsefnum samtímans. Tungumálið verði að vopni Auk þess að viðra áhyggjur sínar af skoðanakúgun á Vesturlöndum sagði páfi eitt og annað sem kom síður á óvart, en hann til dæmis fordæmdi fóstureyðingar og dánaraðstoð, bað fyrir friði á hinum ýmsu átakasvæðum og kallaði eftir því að leyst yrði úr ágreiningsmálum með friðsamlegum hætti. Varðandi tjáningarfrelsið sagði Leó að hin nýja orðræða væri í sífellt auknum mæli að verða að vopni í höndum þeirra sem vilja blekkja eða móðga andstæðinga sína. „Þessi gengisfelling orða og tungumálsins er iðulega réttlætt í nafni sjálfs tjáningarfrelsisins, en málið er að raunverulegt tjáningarfrelsi er einmitt tryggt með því að sjá til þess að merking tungumálsins sé skýr og hvert einasta orð eigi sér rótfestu í sannleikanum.“ Hin nýju réttindi Leó sagði að í stóra samhenginu væri umrædd skoðanakúgun liður í skerðingu mannréttinda í þágu þess sem hann kallaði „hin svokölluðu nýju réttindi.“ Raunveruleg mannréttindi væru til að mynda tjáningarfrelsi, rétturinn til að eiga eigin samvisku, trúarlegt frelsi og rétturinn til lífs. Hann lýsti áhyggjum sínum yfir því að læknar og hjúkrunarfræðingar víða um heim væru þvingaðir til að framkvæma aðgerðir sem þeir vildu ekki gera, á borð við fóstureyðingar og að veita dánaraðstoð. Sagði hann að slíkt fæli í sér brot gegn trúfrelsi þeirra og frelsi þeirra til eigin samvisku. „Eins og staðan er í dag, eru þessi réttindi fótum troðin jafnvel í ríkjum sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi.“ Ofangreind dæmi sagði hann til marks um aukna tilhneigingu yfirvalda á Vesturlöndum til að reka ákveðna valdboðsstefnu, þar sem mannréttindi sem gefin væru fólki af guðs náð væru í auknum mæli fótum troðin. Óhjákvæmileg niðurstaða slíkrar dvínandi virðingar fyrir mannréttindum væri kúgun og valdbeiting stjórnvalda. Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni hér, eða horfa á hana í spilaranum hér að neðan:
Leó fjórtándi páfi Páfagarður Trúmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira