Innlent

Sex á slysa­deild og bílarnir óökufærir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mynd er úr safni.
Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Sex voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Garðahraunsvegar og Álftanesvegar í Garðabæ rétt eftir klukkan fjögur síðdegis í gær. Um töluverðan árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Til marks um það hafi báðir bílar verið óökufærir eftir áreksturinn. Tveir farþegar voru í öðrum bílnum en fjórir í hinum. Öðrum bílnum var ekið í veg fyrir hinn á gatnamótunum þar sem umferð er stjórnað með stöðvunarskyldu.

Annar bíllinn var tjónaður á vinstri hlið en framendinn var tjónaður á hinum. Báðir bílar voru fluttir af vettvangi með aðstoð dráttarbíls.


Tengdar fréttir

Árekstur á Álftanesvegi

Tveir fólksbílar skullu saman í árekstri á Álftanesvegi í Garðabæ nú síðdegis. Miklar umferðartafir eru á svæðinu á meðan viðbragsaðilar athafna sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×