Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 6. janúar 2026 23:19 Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun