Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. janúar 2026 09:39 Camille Rast vonar að sigurinn geti gert einhverjum kleift að brosa á þessum erfiðu tímum í heimabæ hennar. Christophe Pallot/Agence Zoom/Getty Images Camille Rast stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu alþjóðlegu skíðakeppninni sem haldin var eftir banvæna brunann sem varð í heimabæ hennar í Sviss á gamlárskvöld. Líkt og annað svissneskt skíðafólk var Rast með sorgarband á handleggnum. Hún fór fyrstu ferð á heimsbikarmótinu sem fór fram í Kranjska Gora í Slóveníu, nýtti tækifærið vel og skíðaði til sigurs í stórsvigi í fyrsta sinn. Hún er úr Valais kantónunni í Sviss, þar sem fjörutíu ungmenni létust í eldsvoða á gamlárskvöld og rúmlega hundrað slösuðust, margir alvarlega. „Hræðilegt slys varð í heimabæ mínum um helgina. Hugur minn er hjá fjölskyldum fórnarlambanna. Við skíðuðum fyrir þau þessa helgi… …Íþróttir eru tilfinningaríkar og ég vona að við höfum getað vakið einhverjar jákvæðar tilfinningar í dag. Fyrir mig er mjög erfitt að vera ekki heima, því ég veit að fólk á um sárt að binda, en vonandi munu einhverjir brosa eftir daginn“ sagði Rast, sem hefur nú orðið heimsbikarmeistari í bæði svigi og stórsvigi. Sakamálarannsókn er hafin á hendur rekstrarstjórum skemmtistaðar Le Constellation í bænum Crans-Montana þar sem bruninn varð. Talið er að eldurinn hafi kviknað í lofti staðarins út frá gosblysi sem starfsmenn gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Í tilkynningu frá saksóknarembættinu í Valais segir að rekstrarstjórarnir, sem eru franskir ríkisborgarar, séu grunaðir um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi. Skíðabærinn Crans-Montana á samkvæmt dagatali alþjóða skíðasambandsins að halda heimsbikarmót í bruni í lok janúar. Stefnir á önnur gullverðlaun Camille Rast var að hefja leik í svigi á heimsbikarmótinu í Slóveníu og sýndi frábæra frammistöðu í fyrstu ferð dagsins, eftir sigurinn í stórsviginu í gær. Camille Rast sets the pace taking top spot after the first run in the Women's Slalom at Kranjska Gora 🔥 pic.twitter.com/59dak40WxJ— TNT Sports (@tntsports) January 4, 2026 Skíðasvæði Skíðaíþróttir Sviss Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira
Líkt og annað svissneskt skíðafólk var Rast með sorgarband á handleggnum. Hún fór fyrstu ferð á heimsbikarmótinu sem fór fram í Kranjska Gora í Slóveníu, nýtti tækifærið vel og skíðaði til sigurs í stórsvigi í fyrsta sinn. Hún er úr Valais kantónunni í Sviss, þar sem fjörutíu ungmenni létust í eldsvoða á gamlárskvöld og rúmlega hundrað slösuðust, margir alvarlega. „Hræðilegt slys varð í heimabæ mínum um helgina. Hugur minn er hjá fjölskyldum fórnarlambanna. Við skíðuðum fyrir þau þessa helgi… …Íþróttir eru tilfinningaríkar og ég vona að við höfum getað vakið einhverjar jákvæðar tilfinningar í dag. Fyrir mig er mjög erfitt að vera ekki heima, því ég veit að fólk á um sárt að binda, en vonandi munu einhverjir brosa eftir daginn“ sagði Rast, sem hefur nú orðið heimsbikarmeistari í bæði svigi og stórsvigi. Sakamálarannsókn er hafin á hendur rekstrarstjórum skemmtistaðar Le Constellation í bænum Crans-Montana þar sem bruninn varð. Talið er að eldurinn hafi kviknað í lofti staðarins út frá gosblysi sem starfsmenn gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Í tilkynningu frá saksóknarembættinu í Valais segir að rekstrarstjórarnir, sem eru franskir ríkisborgarar, séu grunaðir um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi. Skíðabærinn Crans-Montana á samkvæmt dagatali alþjóða skíðasambandsins að halda heimsbikarmót í bruni í lok janúar. Stefnir á önnur gullverðlaun Camille Rast var að hefja leik í svigi á heimsbikarmótinu í Slóveníu og sýndi frábæra frammistöðu í fyrstu ferð dagsins, eftir sigurinn í stórsviginu í gær. Camille Rast sets the pace taking top spot after the first run in the Women's Slalom at Kranjska Gora 🔥 pic.twitter.com/59dak40WxJ— TNT Sports (@tntsports) January 4, 2026
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Sviss Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sjá meira