Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 2. janúar 2026 14:00 Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði. Kennarar báru gæfu til þess að sameinast í baráttunni. Leikskóla-, grunnskóla-, tónlistar- og framhaldsskólakennarar gengu samstíga fram og tóku skref í rétta átt. Það var ekki átakalaust. KÍ stillti upp markvissum og skipulögðum aðgerðum og félagsfólk í Félagi framhaldsskólakennara lét sitt ekki eftir liggja. Fremst í flokki fóru kennarar og ráðgjafar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem stóðu vaktina lengst í okkar hópi. Félagsfólk okkar í Menntaskólanum í Reykjavík steig svo duglega inn og loks tóku Borghyltingar, Snæfellingar, Akureyringar og Norðfirðingar snarpa sennu, en þá tókst loks að semja. Alls tóku um 400 félagsmenn FF beinan þátt í aðgerðum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Þau sýndu mikinn baráttuvilja og -þrek og eiga mikinn heiður skilinn. Verkefninu er hins vegar ekki lokið. Eftir samningana hófst ný vegferð þar sem störf félagsfólks verða virðismetin undir stjórn ríkissáttasemjara og Jafnlaunastofu. Sú vinna hefur verið mjög umfangsmikil og úrslitastund nálgast. Í október á nýbyrjuðu ári mun niðurstaða liggja fyrir. Að mínu mati er grundvallaratriði í þessari vinnu að allt Kennarasambandið standi áfram í órofinni samstöðu í verkefninu. Fram undan eru fleiri áríðandi og krefjandi verkefni hjá kennurum þessa lands. Í framhaldsskólanum eru ýmsar blikur á lofti, sem félagið þarf að fylgjast með og bregðast við. Við þurfum að standa vörð um sjálfræði framhaldsskólanna. Við þurfum að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara. Við þurfum að tryggja að skólarnir geti haldið úti mannsæmandi stoðþjónustu við nemendur, efla náms- og starfsráðgjöf og kennsluráðgjöf. Við þurfum að tryggja að skólarnir og starfsfólk þeirra geti tæklað stöðugt flóknari verkefni við að koma ungdómi landsins til manns. Verkefnin eru ærin, en nefna má fjölbreyttari uppruna nemenda, mismunandi námsstöðu þeirra, mismunandi félagslega og sálræna stöðu þeirra, skort á kennsluefni við hæfi, nýtingu gervigreindar, styttingu athyglisspannar og ýmsar aðrar áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Aðalatriðið er þó að tryggja að nægu fjármagni verði varið til framhaldsskólastigsins, svo skólarnir og allt það frábæra fagfólk sem þar starfar, hafi svigrúm til að takast á við ofangreindar áskoranir. Þar blasir við grafalvarleg staða. Í fjármálaáætlun er 2,5 milljarða króna niðurskurður boðaður á næstu árum. Það er í hróplegu ósamræmi við fjárhagsstöðu framhaldsskólanna eftir markvissan niðurskurð og vanfjármögnun síðustu ára. Það er í hróplegu ósamræmi við orð mennta- og barnamálaráðherra um áformaðar „umfangsmestu stuðningsaðgerðir“ við framhaldsskóla samhliða lítt ígrunduðum skipulagsbreytingum sem voru kynntar í haust. Það er í hróplegu ósamræmi við falleg orð um „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Við sem þjóð getum ekki látið stöðuga vanfjármögnun framhaldsskólans viðgangast. Við verðum að standa við það af alvöru að góð og fjölbreytt menntun er hornsteinn samfélagsins. Hornsteinn velmegunar, hornsteinn lýðræðis, hornsteinn þess þjóðfélags sem við erum, og viljum áfram vera stolt af. Áramótaheit okkar allra ætti því að vera þetta: Tryggjum gæðamenntun. Mótum framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði. Kennarar báru gæfu til þess að sameinast í baráttunni. Leikskóla-, grunnskóla-, tónlistar- og framhaldsskólakennarar gengu samstíga fram og tóku skref í rétta átt. Það var ekki átakalaust. KÍ stillti upp markvissum og skipulögðum aðgerðum og félagsfólk í Félagi framhaldsskólakennara lét sitt ekki eftir liggja. Fremst í flokki fóru kennarar og ráðgjafar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem stóðu vaktina lengst í okkar hópi. Félagsfólk okkar í Menntaskólanum í Reykjavík steig svo duglega inn og loks tóku Borghyltingar, Snæfellingar, Akureyringar og Norðfirðingar snarpa sennu, en þá tókst loks að semja. Alls tóku um 400 félagsmenn FF beinan þátt í aðgerðum og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Þau sýndu mikinn baráttuvilja og -þrek og eiga mikinn heiður skilinn. Verkefninu er hins vegar ekki lokið. Eftir samningana hófst ný vegferð þar sem störf félagsfólks verða virðismetin undir stjórn ríkissáttasemjara og Jafnlaunastofu. Sú vinna hefur verið mjög umfangsmikil og úrslitastund nálgast. Í október á nýbyrjuðu ári mun niðurstaða liggja fyrir. Að mínu mati er grundvallaratriði í þessari vinnu að allt Kennarasambandið standi áfram í órofinni samstöðu í verkefninu. Fram undan eru fleiri áríðandi og krefjandi verkefni hjá kennurum þessa lands. Í framhaldsskólanum eru ýmsar blikur á lofti, sem félagið þarf að fylgjast með og bregðast við. Við þurfum að standa vörð um sjálfræði framhaldsskólanna. Við þurfum að standa vörð um faglegt sjálfstæði kennara. Við þurfum að tryggja að skólarnir geti haldið úti mannsæmandi stoðþjónustu við nemendur, efla náms- og starfsráðgjöf og kennsluráðgjöf. Við þurfum að tryggja að skólarnir og starfsfólk þeirra geti tæklað stöðugt flóknari verkefni við að koma ungdómi landsins til manns. Verkefnin eru ærin, en nefna má fjölbreyttari uppruna nemenda, mismunandi námsstöðu þeirra, mismunandi félagslega og sálræna stöðu þeirra, skort á kennsluefni við hæfi, nýtingu gervigreindar, styttingu athyglisspannar og ýmsar aðrar áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Aðalatriðið er þó að tryggja að nægu fjármagni verði varið til framhaldsskólastigsins, svo skólarnir og allt það frábæra fagfólk sem þar starfar, hafi svigrúm til að takast á við ofangreindar áskoranir. Þar blasir við grafalvarleg staða. Í fjármálaáætlun er 2,5 milljarða króna niðurskurður boðaður á næstu árum. Það er í hróplegu ósamræmi við fjárhagsstöðu framhaldsskólanna eftir markvissan niðurskurð og vanfjármögnun síðustu ára. Það er í hróplegu ósamræmi við orð mennta- og barnamálaráðherra um áformaðar „umfangsmestu stuðningsaðgerðir“ við framhaldsskóla samhliða lítt ígrunduðum skipulagsbreytingum sem voru kynntar í haust. Það er í hróplegu ósamræmi við falleg orð um „fjárfestingu í gæðum, sveigjanleika og mannauði“. Við sem þjóð getum ekki látið stöðuga vanfjármögnun framhaldsskólans viðgangast. Við verðum að standa við það af alvöru að góð og fjölbreytt menntun er hornsteinn samfélagsins. Hornsteinn velmegunar, hornsteinn lýðræðis, hornsteinn þess þjóðfélags sem við erum, og viljum áfram vera stolt af. Áramótaheit okkar allra ætti því að vera þetta: Tryggjum gæðamenntun. Mótum framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar