Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir og Ágúst Mogensen skrifa 31. desember 2025 09:30 Áramótin eru einstök á Íslandi og það þekkja flestir tilfinninguna sem því fylgir að halla höfðinu aftur til að horfa á himinn lýsast upp á áramótum. Fyrir foreldra fylgir þessari gleði þó líka aukin ábyrgð við að tryggja öryggi á oft yfirspenntum börnum og unglingum. Flugeldar eru kraftmiklir og geta valdið alvarlegum slysum ef ekki er farið varlega. Með góðri leiðsögn, samveru og einföldum öryggisráðstöfunum getum við tryggt að áramótin verði fyrst og fremst gleðileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Á hverju ári slasast fjöldi fólks vegna flugelda og lang flestir slasast í hamaganginum strax eftir miðnætti. Í grein í Læknablaðinu (Björn Vilhelm Ólafsson og Hjalti Már Björnsson) um flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2010 – 2022 kemur fram að 248 einstaklingar komu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa á tímabilinu og þar af gerðust 59 atvik á fyrsta klukkutíma nýs árs. Um helmingur allra þeirra sem slösuðust voru börn. Algengustu áverkarnir voru brunasár, skurðir og sjónskerðing en í alvarlegustu tilfellunum urðu aflimanir og blinda. Áhættuhópar í skotlínu Ungir karlmenn eru í mestri áhættu, og rannsóknin sýnir að 73% slasaðra voru karlar. Meðalaldur var 26 ár, en miðgildi 19 ár, sem bendir til þess að unglingar og ungt fólk sé í sérstökum áhættuhóp að slasast. Börn eru einnig stór hluti hópsins, tæpur helmingur slasaðra á tímabilinu sem rannsakað var, þar af tólf á leikskólaaldri. Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Svipaðar niðurstöður má lesa í þýskri rannsókn (Wegmann og félagar, 2025) en þar er einnig bent á að ekki allir þeir sem slasast eru að kveikja sjálfir í flugeldunum, sumir eru áhorfendur í skotlínu. Aðstæður og orsakir Helstu orsök slysa má rekja til þess að fólk er að fikta við að taka flugeldana í sundur, það er verið að kveikja á þeim með öðrum hætti en leiðbeiningar segja til um. Þá er áfengisneysla oft þáttur sem eykur hættu á að fólk geri mistök við meðhöndlun á flugeldum sem getur leitt til alvarlegra slysa. Þegar um börn er um að ræða þá er algengt að þau séu að meðhöndla flugelda án eftirlits fullorðinna og slasast jafnvel haldandi á litlum stjörnuljósum eða blysum, sem fólk telur meinlaus, en geta valdið miklum skaða. Í sumum tilfellum voru flugeldar heimagerðir, sem jók áhættuna enn frekar. Áverkar á augu eru sérstaklega alvarlegir og geta valdið varanlegri sjónskerðingu. Þrátt fyrir að engin dauðsföll hafi orðið á tímabilinu, er ljóst að afleiðingar flugeldaslysa geta verið alvarlegar og haft veruleg áhrif á lífsgæði. Tékklisti fyrir örugg áramót Notið öryggisgleraugu – áverkar á augu eru algengir og geta haft varanlegar afleiðingar. Meðhöndlið aldrei flugelda berhent – notið alltaf skinn- eða ullarhanska. Fylgið leiðbeiningum á umbúðum – Aldrei beygja sig yfir flugeld, ekki halda á honum í hendi (nema stjörnuljós og handblys) og tryggið að hann standi stöðugur áður en kveikt er. Fræðsla fyrir börn og unglinga – Sérstaklega um hættur stjörnuljósa og blysa. Aldurstakmarkanir og eftirlit – Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Gætið að gæðum flugelda – Kaupið aðeins frá viðurkenndum söluaðilum. Það getur verið glóð í flugeld sem búið er að sprengja hann. Ekki henda þeim strax í tunnuna. Áfengi og flugeldar eru ekki góð blanda og enginn ætti að meðhöndla flugelda ölvaður. Gætið að því að engin standi í skotlínu flugeldsins. Áramótin eiga að vera gleðileg og örugg. Með einföldum forvörnum – öryggisgleraugum, fræðslu og ábyrgri notkun – getum við komið í veg fyrir alvarleg slys og tryggt að nýja árið hefjist slysalaust. Höfundar starfa hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Tryggingar Flugeldar Slysavarnir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Áramótin eru einstök á Íslandi og það þekkja flestir tilfinninguna sem því fylgir að halla höfðinu aftur til að horfa á himinn lýsast upp á áramótum. Fyrir foreldra fylgir þessari gleði þó líka aukin ábyrgð við að tryggja öryggi á oft yfirspenntum börnum og unglingum. Flugeldar eru kraftmiklir og geta valdið alvarlegum slysum ef ekki er farið varlega. Með góðri leiðsögn, samveru og einföldum öryggisráðstöfunum getum við tryggt að áramótin verði fyrst og fremst gleðileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Á hverju ári slasast fjöldi fólks vegna flugelda og lang flestir slasast í hamaganginum strax eftir miðnætti. Í grein í Læknablaðinu (Björn Vilhelm Ólafsson og Hjalti Már Björnsson) um flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2010 – 2022 kemur fram að 248 einstaklingar komu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa á tímabilinu og þar af gerðust 59 atvik á fyrsta klukkutíma nýs árs. Um helmingur allra þeirra sem slösuðust voru börn. Algengustu áverkarnir voru brunasár, skurðir og sjónskerðing en í alvarlegustu tilfellunum urðu aflimanir og blinda. Áhættuhópar í skotlínu Ungir karlmenn eru í mestri áhættu, og rannsóknin sýnir að 73% slasaðra voru karlar. Meðalaldur var 26 ár, en miðgildi 19 ár, sem bendir til þess að unglingar og ungt fólk sé í sérstökum áhættuhóp að slasast. Börn eru einnig stór hluti hópsins, tæpur helmingur slasaðra á tímabilinu sem rannsakað var, þar af tólf á leikskólaaldri. Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Svipaðar niðurstöður má lesa í þýskri rannsókn (Wegmann og félagar, 2025) en þar er einnig bent á að ekki allir þeir sem slasast eru að kveikja sjálfir í flugeldunum, sumir eru áhorfendur í skotlínu. Aðstæður og orsakir Helstu orsök slysa má rekja til þess að fólk er að fikta við að taka flugeldana í sundur, það er verið að kveikja á þeim með öðrum hætti en leiðbeiningar segja til um. Þá er áfengisneysla oft þáttur sem eykur hættu á að fólk geri mistök við meðhöndlun á flugeldum sem getur leitt til alvarlegra slysa. Þegar um börn er um að ræða þá er algengt að þau séu að meðhöndla flugelda án eftirlits fullorðinna og slasast jafnvel haldandi á litlum stjörnuljósum eða blysum, sem fólk telur meinlaus, en geta valdið miklum skaða. Í sumum tilfellum voru flugeldar heimagerðir, sem jók áhættuna enn frekar. Áverkar á augu eru sérstaklega alvarlegir og geta valdið varanlegri sjónskerðingu. Þrátt fyrir að engin dauðsföll hafi orðið á tímabilinu, er ljóst að afleiðingar flugeldaslysa geta verið alvarlegar og haft veruleg áhrif á lífsgæði. Tékklisti fyrir örugg áramót Notið öryggisgleraugu – áverkar á augu eru algengir og geta haft varanlegar afleiðingar. Meðhöndlið aldrei flugelda berhent – notið alltaf skinn- eða ullarhanska. Fylgið leiðbeiningum á umbúðum – Aldrei beygja sig yfir flugeld, ekki halda á honum í hendi (nema stjörnuljós og handblys) og tryggið að hann standi stöðugur áður en kveikt er. Fræðsla fyrir börn og unglinga – Sérstaklega um hættur stjörnuljósa og blysa. Aldurstakmarkanir og eftirlit – Börn ættu aldrei að kveikja flugelda án eftirlits. Gætið að gæðum flugelda – Kaupið aðeins frá viðurkenndum söluaðilum. Það getur verið glóð í flugeld sem búið er að sprengja hann. Ekki henda þeim strax í tunnuna. Áfengi og flugeldar eru ekki góð blanda og enginn ætti að meðhöndla flugelda ölvaður. Gætið að því að engin standi í skotlínu flugeldsins. Áramótin eiga að vera gleðileg og örugg. Með einföldum forvörnum – öryggisgleraugum, fræðslu og ábyrgri notkun – getum við komið í veg fyrir alvarleg slys og tryggt að nýja árið hefjist slysalaust. Höfundar starfa hjá Verði tryggingum.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun