Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar 30. desember 2025 13:02 Við lifum á tímum þar sem umræðan um takmarkanir á lífi okkar er orðin flókin. Sumir halda því fram að allt megi, að frjálst flæði sé alltaf best. Það kann oft að vera farsæl lausn. En raunin er stundum önnur. Takmarkanir eru alls staðar til staðar í lífi okkar af góðum ástæðum. Við sjáum þetta skýrt þegar kemur að aðgengi barna og ungmenna að samfélagsmiðlum. Óheft aðgengi gengur ekki upp. Við héldum mörg hver að frelsi á þeim vettvangi væri eðlilegt. Rannsóknir hafa hins vegar staðfest skaðleg áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu, einbeitingu og félagslega þroska. Ungt fólk er sérstakur hættuhópur í því samhengi og sjáum við að víða um heim er stefnt að 16 ára aldurstakmarki og það er ástæða fyrir því. Stefnan um að allt megi gengur ekki upp og í sumum tilvikum leiðir hún til óafturkræfs tjóns. Aðgengi að áfengi og áhrif þess Sama gildir um áfengi. Óheft aðgengi að áfengi getur í mörgum tilvikum verið hentugt fyrir fullorðna. En áfengi er ekki hvaða vara sem er. Áfengi er fíkniefni, þótt við flest getum notið þess af ábyrgð. Og þegar kemur að verndun barna og lýðheilsu verðum við að setja skýr mörk. Sem foreldrar og samfélagsþegnar berum við öll ábyrgð á að tryggja að börn okkar alist upp við heilbrigt umhverfi. Það þýðir að takmarka aðgengi þeirra að áfengi og stuðla að lýðheilsu. Það fylgja því raunverulegar afleiðingar ef við vanrækjum þessa ábyrgð. Óhófleg áfengisneysla er böl sem snertir fólk á öllum aldri. Talið er að allt að 150 manns látist árlega vegna áfengis hér á landi. Auk þess fylgja áfengisvanda fleiri fylgikvillar s.s. aukið ofbeldi og áhrif á fjölskyldur. Þegar aðgengi eykst, eykst neyslan og kostnaðurinn lendir á samfélaginu, fyrir utan þann kostnað sem ekki verður bættur. Íslenska forvarnarmódelið virkar Íslenska forvarnarmódelið hefur dregið úr þessum vandamálum. Þess vegna hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) einkarétt til smásölu áfengis í landinu. Þetta fyrirkomulag hefur þótt styðja best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum. Kjarninn í þessu módeli er að takmarka aðgengi að áfengi og styrkja verndandi þætti í umhverfi barna og ungmenna. Gagnreyndar rannsóknir sýna að þegar við sameinum nánar tengsl foreldra og barna, virkni í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi, skýrar útivistarreglur, góð tengsl við skóla og bann við áfengisauglýsingum þá dragast skaðlegar neysluvenjur hratt saman. Þetta samspil skilaði verulegum árangri og vakti athygli um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hrósað Íslendingum fyrir framsýni á þessu sviði og erlendar þjóðir, til dæmis Danir, eru farin að horfa til okkar og taka upp svipaðar aðferðir. Íslenska módelið er orðið útflutningsvara. Netverslun grefur undan kerfinu En nú stöndum við frammi fyrir áskorun. Netverslunum með áfengi hefur verið að fjölga á íslenskum markaði. Þrátt fyrir að smásala áfengis annarra en ÁTVR sé ólögleg eru nú margar vefverslanir starfandi sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þessi þróun stangast á við þá stöðugu stefnu sem við höfum fylgt um áratuga skeið. Það er áhyggjuefni þegar ýmsir aðilar, þar á meðal stórfyrirtæki í almennri eigu, sækja nú fram með netverslun á áfengi og boða sólarhringsaðgang. Sumir virðast ætla að hundsa forvarnarmódelið í nafni „frelsis einstaklingsins". Nýverið gripu yfirvöld til aðgerða og lokuðu afhendingarstöðvum nokkurra aðila sem buðu upp á netsölu á áfengi yfir jólahátíðina. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns voru verslanirnar grunaðar um brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, sem kveður skýrt á um að áfengisútsölustaðir skuli lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar. Lögreglan taldi því nauðsynlegt að loka fjórum slíkum stöðum yfir hátíðirnar. Hvað viljum við sem þjóð? Inngrip lögreglunnar vekja upp þá grundvallarspurningu um hvað viljum við sem þjóð? Viljum við halda áfram að byggja á árangri forvarnarmódelsins sem hefur skilað ótvíræðum árangri? Eða erum við tilbúin að fórna honum fyrir skammtímagróða og það sem kalla má hentugleika? Gengur það upp að lagaumhverfið sé óljóst? Að reglur virðist skýrar en framkvæmd þeirra sé óljós? Svarið er nei. Óljóst lagaumhverfi skapar óvissu og veikir þau kerfi sem við höfum byggt upp. Það sendir röng skilaboð til ungs fólks og foreldra. Og það gerir starf þeirra sem vinna að forvörnum afar erfitt. Sameiginleg ábyrgð Lögreglan gerir sitt besta til að framfylgja lögunum. Breiðfylking heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka hefur ítrekað sent yfirvöldum áskoranir um að standa vörð um kerfið. En eftirlitið eitt og sér dugir ekki ef samfélagið og einkum foreldrar taka ekki höndum saman. Við verðum að sýna að yfirvöld og fyrirtæki geti ekki fórnað lýðheilsu fyrir gróða. Við verðum að minna okkur á að forvarnir eru ekki kostnaður heldur fjárfesting í framtíð barna okkar. Frelsi einstaklingsins má ekki ganga framar öryggi og velferð barna. Þegar stórir aðilar reyna að grafa undan kerfinu, þá verðum við að standa í fæturna. Sem foreldrar, uppalendur og samfélagsþegnar verðum við að tryggja að velferð barna vegi þyngra en hentugleiki við að nálgast áfengi. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Áfengi Netverslun með áfengi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem umræðan um takmarkanir á lífi okkar er orðin flókin. Sumir halda því fram að allt megi, að frjálst flæði sé alltaf best. Það kann oft að vera farsæl lausn. En raunin er stundum önnur. Takmarkanir eru alls staðar til staðar í lífi okkar af góðum ástæðum. Við sjáum þetta skýrt þegar kemur að aðgengi barna og ungmenna að samfélagsmiðlum. Óheft aðgengi gengur ekki upp. Við héldum mörg hver að frelsi á þeim vettvangi væri eðlilegt. Rannsóknir hafa hins vegar staðfest skaðleg áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu, einbeitingu og félagslega þroska. Ungt fólk er sérstakur hættuhópur í því samhengi og sjáum við að víða um heim er stefnt að 16 ára aldurstakmarki og það er ástæða fyrir því. Stefnan um að allt megi gengur ekki upp og í sumum tilvikum leiðir hún til óafturkræfs tjóns. Aðgengi að áfengi og áhrif þess Sama gildir um áfengi. Óheft aðgengi að áfengi getur í mörgum tilvikum verið hentugt fyrir fullorðna. En áfengi er ekki hvaða vara sem er. Áfengi er fíkniefni, þótt við flest getum notið þess af ábyrgð. Og þegar kemur að verndun barna og lýðheilsu verðum við að setja skýr mörk. Sem foreldrar og samfélagsþegnar berum við öll ábyrgð á að tryggja að börn okkar alist upp við heilbrigt umhverfi. Það þýðir að takmarka aðgengi þeirra að áfengi og stuðla að lýðheilsu. Það fylgja því raunverulegar afleiðingar ef við vanrækjum þessa ábyrgð. Óhófleg áfengisneysla er böl sem snertir fólk á öllum aldri. Talið er að allt að 150 manns látist árlega vegna áfengis hér á landi. Auk þess fylgja áfengisvanda fleiri fylgikvillar s.s. aukið ofbeldi og áhrif á fjölskyldur. Þegar aðgengi eykst, eykst neyslan og kostnaðurinn lendir á samfélaginu, fyrir utan þann kostnað sem ekki verður bættur. Íslenska forvarnarmódelið virkar Íslenska forvarnarmódelið hefur dregið úr þessum vandamálum. Þess vegna hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) einkarétt til smásölu áfengis í landinu. Þetta fyrirkomulag hefur þótt styðja best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum. Kjarninn í þessu módeli er að takmarka aðgengi að áfengi og styrkja verndandi þætti í umhverfi barna og ungmenna. Gagnreyndar rannsóknir sýna að þegar við sameinum nánar tengsl foreldra og barna, virkni í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi, skýrar útivistarreglur, góð tengsl við skóla og bann við áfengisauglýsingum þá dragast skaðlegar neysluvenjur hratt saman. Þetta samspil skilaði verulegum árangri og vakti athygli um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hrósað Íslendingum fyrir framsýni á þessu sviði og erlendar þjóðir, til dæmis Danir, eru farin að horfa til okkar og taka upp svipaðar aðferðir. Íslenska módelið er orðið útflutningsvara. Netverslun grefur undan kerfinu En nú stöndum við frammi fyrir áskorun. Netverslunum með áfengi hefur verið að fjölga á íslenskum markaði. Þrátt fyrir að smásala áfengis annarra en ÁTVR sé ólögleg eru nú margar vefverslanir starfandi sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þessi þróun stangast á við þá stöðugu stefnu sem við höfum fylgt um áratuga skeið. Það er áhyggjuefni þegar ýmsir aðilar, þar á meðal stórfyrirtæki í almennri eigu, sækja nú fram með netverslun á áfengi og boða sólarhringsaðgang. Sumir virðast ætla að hundsa forvarnarmódelið í nafni „frelsis einstaklingsins". Nýverið gripu yfirvöld til aðgerða og lokuðu afhendingarstöðvum nokkurra aðila sem buðu upp á netsölu á áfengi yfir jólahátíðina. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns voru verslanirnar grunaðar um brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, sem kveður skýrt á um að áfengisútsölustaðir skuli lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar. Lögreglan taldi því nauðsynlegt að loka fjórum slíkum stöðum yfir hátíðirnar. Hvað viljum við sem þjóð? Inngrip lögreglunnar vekja upp þá grundvallarspurningu um hvað viljum við sem þjóð? Viljum við halda áfram að byggja á árangri forvarnarmódelsins sem hefur skilað ótvíræðum árangri? Eða erum við tilbúin að fórna honum fyrir skammtímagróða og það sem kalla má hentugleika? Gengur það upp að lagaumhverfið sé óljóst? Að reglur virðist skýrar en framkvæmd þeirra sé óljós? Svarið er nei. Óljóst lagaumhverfi skapar óvissu og veikir þau kerfi sem við höfum byggt upp. Það sendir röng skilaboð til ungs fólks og foreldra. Og það gerir starf þeirra sem vinna að forvörnum afar erfitt. Sameiginleg ábyrgð Lögreglan gerir sitt besta til að framfylgja lögunum. Breiðfylking heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka hefur ítrekað sent yfirvöldum áskoranir um að standa vörð um kerfið. En eftirlitið eitt og sér dugir ekki ef samfélagið og einkum foreldrar taka ekki höndum saman. Við verðum að sýna að yfirvöld og fyrirtæki geti ekki fórnað lýðheilsu fyrir gróða. Við verðum að minna okkur á að forvarnir eru ekki kostnaður heldur fjárfesting í framtíð barna okkar. Frelsi einstaklingsins má ekki ganga framar öryggi og velferð barna. Þegar stórir aðilar reyna að grafa undan kerfinu, þá verðum við að standa í fæturna. Sem foreldrar, uppalendur og samfélagsþegnar verðum við að tryggja að velferð barna vegi þyngra en hentugleiki við að nálgast áfengi. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun