Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2025 10:52 Björn Ingi Hrafnsson segist ekki á leið í framboð en uppstillingarnefnd Miðflokksins er nú í óða önn að finna frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. vísir/vilhelm Flokkarnir eru nú í óða önn að undirbúa framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí á næsta ári. Björn Ingi Hrafnsson tekur fyrir að hann muni leiða lista Miðflokksins. Mikil spenna ríkir um hverjir muni leiða listana í borginni og hvort takist að fella núverandi meirihluta sem Heiða Björk Hilmisdóttir, núverandi oddviti Samfylkingar og borgarstjóri, leiðir en auk Samfylkingar eru Vinstri græn, Sósíalistaflokkur Íslands, Píratar og Flokkur fólksins aðilar að meirihlutanum. Háværar sögusagnir eru um að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, muni leiða Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Honum hafi verið falið að finna kandídat og eftir að hafa leitað dyrum og dyngjum hafi böndin borist að honum sjálfum. „Nei. Langt er síðan ég gaf þetta frá mér. En það koma alltaf sögur um þetta fyrir allar kosningar. Uppstillingarnefnd hefur þetta verkefni með höndum,“ segir Björn Ingi í samtali við Vísi. Að sögn Björns Inga mun framboðslisti verða kynntur fljótlega á nýju ári, í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann segist skilja það að fólk sé spennt fyrir því hvernig Miðflokkurinn stilli upp því flokkurinn hljóti að verða lykillinn að því hvernig og hvort skipt verði um meirihluta í Reykjavík. Og skoðanakannanir gefi tilefni til að ætla að svo geti orðið. Óvíst er sömuleiðis um leiðtogaefni Flokks fólksins. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins hefur gefið það út að hún gefi ekki kost á sér aftur í borginni. Hún var í lykilhlutverki þegar Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri vildi mynda nýjan meirihluta til hægri. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sló það út af borðinu. Flokkurinn tæki ekki þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni.vísir/vilhelm „Ég held að það sé lýðræðislega mikilvægt,“ segir Björn Ingi. Hann svarar þeirri spurningu með já-i og nei-i, hvort hann komi ekki að þeirri vinnu sem er í gangi með að skipa á lista. „Formaðurinn hefur aðkomu að því og ég er í þessu fyrir hann. Þannig að, já, ég hef fulla aðkomu að málinu. Línur eru að skýrast, það er verið að vinna að því að skipa flottan lista. En það er ekkert hægt að segja fyrr en þetta liggur fyrir.“ Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Mikil spenna ríkir um hverjir muni leiða listana í borginni og hvort takist að fella núverandi meirihluta sem Heiða Björk Hilmisdóttir, núverandi oddviti Samfylkingar og borgarstjóri, leiðir en auk Samfylkingar eru Vinstri græn, Sósíalistaflokkur Íslands, Píratar og Flokkur fólksins aðilar að meirihlutanum. Háværar sögusagnir eru um að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, muni leiða Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Honum hafi verið falið að finna kandídat og eftir að hafa leitað dyrum og dyngjum hafi böndin borist að honum sjálfum. „Nei. Langt er síðan ég gaf þetta frá mér. En það koma alltaf sögur um þetta fyrir allar kosningar. Uppstillingarnefnd hefur þetta verkefni með höndum,“ segir Björn Ingi í samtali við Vísi. Að sögn Björns Inga mun framboðslisti verða kynntur fljótlega á nýju ári, í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann segist skilja það að fólk sé spennt fyrir því hvernig Miðflokkurinn stilli upp því flokkurinn hljóti að verða lykillinn að því hvernig og hvort skipt verði um meirihluta í Reykjavík. Og skoðanakannanir gefi tilefni til að ætla að svo geti orðið. Óvíst er sömuleiðis um leiðtogaefni Flokks fólksins. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins hefur gefið það út að hún gefi ekki kost á sér aftur í borginni. Hún var í lykilhlutverki þegar Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri vildi mynda nýjan meirihluta til hægri. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sló það út af borðinu. Flokkurinn tæki ekki þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni.vísir/vilhelm „Ég held að það sé lýðræðislega mikilvægt,“ segir Björn Ingi. Hann svarar þeirri spurningu með já-i og nei-i, hvort hann komi ekki að þeirri vinnu sem er í gangi með að skipa á lista. „Formaðurinn hefur aðkomu að því og ég er í þessu fyrir hann. Þannig að, já, ég hef fulla aðkomu að málinu. Línur eru að skýrast, það er verið að vinna að því að skipa flottan lista. En það er ekkert hægt að segja fyrr en þetta liggur fyrir.“
Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira