Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 21:03 Caroline Garcia var um tíma í 4. sæti heimslistans í tennis og á tvenn gullverðlaun af risamótum. Getty/robert Prange Franska tenniskonan Caroline Garcia segist hafa hafnað tilboði upp á 270.000 dollara, eða um 34 milljónir króna, því hún vildi ekki auglýsa veðmálafyrirtæki. Hún segir allt íþróttafólk þekkja viðbjóðslegu skilaboðin og jafnvel líflátshótanirnar sem því berist vegna veðmála sem ekki ganga upp. Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia. Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia.
Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira