Innlent

Ekið á konu á Lang­holts­vegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar þar sem slysið átti sér stað.
Frá gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar þar sem slysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu varð slysið rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun. Um er að ræða konu um þrítugt sem ekið var á.

Sjúkrabíllinn var enn á staðnum þegar Vísir náði tali af varðstjóra hjá slökkviliðinu. Upplýsingar um líðan og frekari tildrög liggja ekki fyrir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×