Körfubolti

Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Smart í leiknum gegn Utah Jazz þar sem hann sýndi einum dómaranum fingurinn.
Marcus Smart í leiknum gegn Utah Jazz þar sem hann sýndi einum dómaranum fingurinn. getty/Alex Goodlett

Marcus Smart, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk háa fjársekt fyrir að sýna dómara fingurinn.

Í leik Lakers og Utah Jazz á fimmtudaginn sýndi Smart einum dómaranum fingurinn eftir orðaskipti þeirra í lok fyrri hálfleiks. Fyrir það fékk hann tæknivillu.

Ekki nóg með það heldur hefur Smart verið sektaður um 35 þúsund Bandaríkjadali fyrir framferði sitt. Það jafngildir næstum fjórum og hálfri milljón íslenskra króna.

Smart gekk í raðir Lakers fyrir þetta tímabil. Hann hefur leikið í NBA síðan 2014 og var níu ár í herbúðum Boston Celtics. Smart var valinn varnarmaður ársins í NBA 2022.

Lakers vann leikinn gegn Utah, 143-135. Smart skoraði sautján stig í leiknum. Á þessu tímabili er hann með 10,6 stig, 2,5 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Lakers er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með nítján sigra og átta töp.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×